Fótbolti

Gattuso tekur við Palermo

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Gennaro Gattuso er búinn að finna sér nýtt félag eftir að hann var rekinn frá Sion í Sviss í síðasta mánuði.

Gattuso náði langt sem leikmaður og varð bæði heimsmeistari með Ítalíu og tvöfaldur Evrópumeistari með AC Milan. Hann er nú að taka sín fyrstu skref í þjálfun og var spilandi þjálfari hjá Sion í Sviss á síðasta tímabili.

Þar gekk honum þó ekki nógu vel og var rekinn eftir að liðið vann sér inn aðeins tíu stig í ellefu leikjum í röð. En nú er hann aftur kominn til heimalandsins og tekinn við Palermo sem féll úr ítölsku úrvalsdeildinni í vor.

Forsetinn Maurizio Zamparini vill komast aftur upp í deild þeirra bestu sem fyrst en hann er ekki þekktur fyrir að sýna knattspyrnustjórum sínum þolinmæði. Hann hefur rekið 25 slíka á síðustu ellefu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×