Fótbolti

Við berum virðingu fyrir Tahítí

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Það verður ójafn leikur þegar að heims- og Evrópumeistarar Spánar mæta eyríkinu Tahítí í Álfukeppninni í knattspyrnu í kvöld.

Tahíti er í 138. sæti styrkleikalista FIFA og tapaði fyrir Nígeríu, 6-1, í fyrsta leik sínum í keppninni. Liðið er ríkjandi Eyjaálfumeistari eftir að hafa unnið óvæntan sigur í keppninni í fyrra.

„Við munum spila til sigurs,“ sagði miðvallarleikmaðurinn Andres Iniesta hjá Spáni. „Við ætlum ekki að hugsa um ákveðinn fjölda marka eða neitt slíkt.“

„Við virðum okkar andstæðinga og það á við um Tahítí eins og önnur lið. Markmið okkar er að tryggja okkur sæti í undanúrslitum keppninnar.“

Leikurinn hefst klukkan 19.00 í kvöld en í gær tryggðu Brasilía og Ítalía sæti sín í undanúrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×