Fótbolti

Gaf Blanc blaðamanni fingurinn?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Laurent Blanc, nýráðinn knattspyrnustjóri franska stórliðsins PSG, fékk ansi sérstaka spurningu á sínum fyrsta blaðamannafundi í nýja hlutverkinu.

Spurningin fjallaði um hvort að Blanc væri ekki ánægður með að vera að kominn á vinnumarkaðinn á ný og að atvinnulausum hefði nú fækkað um einn. Það væri gott í þessu efnahagsástandi.

Tilgangur spurningarinnar var greinilega að reita Blanc til reiði. Hann féll þó ekki í þá gryfju og var hinn rólegasti þegar hann svaraði spurningunni.

„Tæknilega séð er þetta rétt hjá þér en ég leit ekki á mig sem atvinnulausan. Þetta er viðkæmt málefni og margir sem eiga erfitt vegna atvinnuleysis,“ sagði hann.

Eins og meðfylgjandi myndband sýnir rétti Blanc út langatöng í lok svarsins og renndi meðfram andliti sínu - á meðan hann horfði beint í augu viðkomandi blaðamanns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×