Erlent

Staðfestu skipun Li Keqiang í embætti forsætisráðherra Kína

Þing alþýðunnar í Kína hefur staðfest skipun Li Keqiang í embætti forsætisráðherra landsins.

Li tekur við embættinu af Wen Jiabao og þar með er lokið kynslóðaskiptunum í æðstu stjórn Kína en þingið staðfesti skipun Xi Jinping í embætti forseta landsins fyrr í vikunni.

Li sem er 57 ára gamall er með doktorsgráðu í hagfræði en í frétt á vefsíðu BBC segir að hann muni einkum einbeita sér að innanríkismálefnum Kína, þar á meðal efnahags- og umhverfismálum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.