Enski boltinn

Redknapp: Förum ekki á hausinn þó við förum niðum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mynd:Nordic Photos/Getty
Harry Redknapp knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Queens Park Rangers segir enga hættu að liðið verði gjaldþrota þó liðið falli úr ensku úrvalsdeildinni í vor en QPR á í harðri fallbaráttu.

Eigendur QPR hefur engu til sparað í viðleitni sinni til að halda liðinu í ensku úrvalsdeildinni. Engu að síður hefur hlutskipti þeirra verið að sitja á botninum megnið af leiktíðinni.

Liðið rétt hélt sér uppi í síðustu umferðinni á síðustu leiktíð og liðið hefur aðeins unnið þrjá leiki af 28 leikjum sínum á leiktíðinni. Liðið er fjórum stigum frá öruggi sæti í deildinni þegar tíu leikir eru eftir.

Launakostnaður liðsins hefur tvöfaldast á tímabilinu og er 56 milljónir punda á skuldir félagsins standa í 89 milljónum punda. Með nærveru Harry Redknapp og með eyðslufúsa eigendur er QPR farið að minna óþægilega á Portsmouth sem nú leikur í ensku C-deildinni eftir að hafa farið á hausinn.

Redknapp segir engu að síður að engar líkur séu á að sagan endurtaki sig og QPR fari í greiðslustöðvun falli liðið niður í Championship deildina.

„Ég þekki leikmennina sem ég hef keypt síðan ég tók við liðinu og ég veit að við verðum ekki í vandræðum með að selja þá," sagði Redknapp um stöðu mála.

„Ef það versta myndi gerast gætum við alltaf selt Samba eða Remy. Félagið hefur tilboði í Samba sem var hærra en félagið greiddi fyrir hann þannig að við fáum alltaf pening fyrir hann og það sama á við um Remy.

„Það eru alltaf einhverjir sem eru tilbúnir að kaupa góða leikmenn. Að selja lélega leikmenn á of háum launum, það er erfitt. Þar lendir þú í vandræðum því það er ekki stór markaður fyrir lélega leikmenn á of háum launum," sagði Redknapp.

Portsmouth seldi leikmenn fyrir næstum því 100 milljónir punda en náði samt ekki að bjarga sér úr sínum vandræðum.

„Ég bið stjórnarformanninn ekki um að eyða peningunum sínum. Ef hann vill kaupa leikmenn þá er það hans mál. Sem knattspyrnustjóri þá get ég ekki látið einhvern eyða peningum.

„Það verður ekki hrun hér útaf einhverju sem ég hef gert. Ef fjárhagslega staða félagsins er ekki góð þá gerðist það áður en ég kom til félagsins. Ég þekki stöðu eigendanna ekkert betur en ég þekkti til þeirra hjá Portsmouth.

„Þar var ungur Rússi sem var vinur Roman Abramovich. Þú veist ekki hvort hann sé jafn ríkur og Abramovich þegar hann kaupir félagið þannig að hvað getur þú gert þegar hann er tilbúinn að eyða peningum í liðið. Ég get ekki sagt nei, ég vil ekki kaupa af því að ég veit ekki hversu ríkur þú ert. Þetta ákvörðun eigandanna," sagði Redknapp sem telur sig augljóslega ekki bera neina ábyrð á fjárhagslegri stöðu liðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×