Enski boltinn

Wigan skellti Everton og fer á Wembley

Mynd/Nordic Photos/Getty
Wigan er komið í undanúrslit ensku bikarkeppninnar í fótbolta eftir öruggan 3-0 sigur á Everton á Goodison Park í Liverpool. Wigan skoraði öll mörk leiksins á þriggja mínútna kafla í fyrri hálfleik.

Wigan hefur ekki átt góðu gengi að fagna í ensku úrvalseildinni á tímabilinu og er aðeins markamun frá því að vera í fallsæti en Everton er í sjötta sæti á góðu róli. Það skiptir ekki máli þegar í bikarkeppnina er komið og Wigan sýndi hvað í liðinu býr og gerði út  um leikinn á þriggja mínútna kafla í fyrri hálfleik.

Maynor Figueroa skoraði fyrstur á 30. mínútu. Mínútu síðar bætti Callum McManaman við marki og á 33. mínútu gerði Jordi Gómez út um leikinn þó enn ætti eftir að spila í tæpa klukkustund.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og Wigan því fyrsta liðið til að tryggja sér ferð á Wembley þar sem undanúrslitin verða leikin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×