Yfirhöfn sem nota má á 112 mismunandi vegu Sara McMahon skrifar 12. október 2013 07:00 Hrefna Björk Sverrisdóttir, Ýr Þrastardóttir og Harpa Einarsdóttir stofnuðu hönnunarfyrirtækið YZ Creations. Fyrirtækið hannar flíkur sem má nota á ólíka vegu. Myndir/jónatan Grétarsson YZ Creation er nýtt hönnunarfyrirtæki í eigu Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttur og hönnuðanna Ýrar Þrastardóttur og Hörpu Einarsdóttur. Fyrirtækið hyggst framleiða hágæða flíkur sem hægt er að breyta og nota á fleiri en eina vegu. „Ýr og Harpa voru búnar að ákveða að vinna saman og settu sig í samband við mig. Okkur langaði að gera eitthvað nýtt í hönnun, eitthvað sem ekki væri búið að gera áður, og datt í hug hvort hægt væri að framleiða hágæða flíkur sem nota mætti á marga vegu. Áskorunin var aftur á móti sú hvort hugmyndin væri framkvæmanleg; hvort flíkurnar mundu standast kröfur um gæði og hönnun,“ útskýrir Hrefna Björk. Úr varð yfirhöfn sem hægt er að nota á 112 mismunandi vegu með því að taka af eða bæta á ermum, krögum, hettum og öðrum fylgihlutum. Ætlunin er að framleiða nýja fylgihluti á tveggja mánaða fresti. Stefnt er á að fyrsta lína YZ Creation líti dagsins ljós árið 2015. „Þróunar- og framleiðsluferlið er langt og flókið og því kemur fyrsta línan ekki út fyrr en árið 2015. Allar flíkurnar í línunni eru hannaðar í þeim tilgangi að viðskiptavinurinn geti breytt þeim,“ útskýrir Hrefna Björk.Fashion, Yz creation yz creationKeppa í Creative Business Cup 2013 Stúlkurnar voru eitt af tíu nýsköpunarverkefnum sem tóku þátt í Startup Reykjavík í sumar og nýttu þann tíma til að fullmóta viðskiptaáætlun sína. Í september var þeim boðin þátttaka í Creative Business Cup 2013 sem fram fer í Kaupmannahöfn í lok nóvember. Þar keppa um 40 sprotafyrirtæki um heimsmeistaratitilinn í Entrepreneurship in Creatative Intustries, eða í frumkvöðlastarfi. „Við verðum með stanslausar kynningar í þrjá daga fyrir fjárfesta. Þetta er frábært tækifæri til að kynna okkur, sjá hvernig landið liggur og kynnast öðrum sprotafyrirtækjum,“ segir Hrefna Björk að lokum. Hér að neðan má sjá myndband frá YZ Creation. Video from Yr Thrastardottir on Vimeo. Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
YZ Creation er nýtt hönnunarfyrirtæki í eigu Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttur og hönnuðanna Ýrar Þrastardóttur og Hörpu Einarsdóttur. Fyrirtækið hyggst framleiða hágæða flíkur sem hægt er að breyta og nota á fleiri en eina vegu. „Ýr og Harpa voru búnar að ákveða að vinna saman og settu sig í samband við mig. Okkur langaði að gera eitthvað nýtt í hönnun, eitthvað sem ekki væri búið að gera áður, og datt í hug hvort hægt væri að framleiða hágæða flíkur sem nota mætti á marga vegu. Áskorunin var aftur á móti sú hvort hugmyndin væri framkvæmanleg; hvort flíkurnar mundu standast kröfur um gæði og hönnun,“ útskýrir Hrefna Björk. Úr varð yfirhöfn sem hægt er að nota á 112 mismunandi vegu með því að taka af eða bæta á ermum, krögum, hettum og öðrum fylgihlutum. Ætlunin er að framleiða nýja fylgihluti á tveggja mánaða fresti. Stefnt er á að fyrsta lína YZ Creation líti dagsins ljós árið 2015. „Þróunar- og framleiðsluferlið er langt og flókið og því kemur fyrsta línan ekki út fyrr en árið 2015. Allar flíkurnar í línunni eru hannaðar í þeim tilgangi að viðskiptavinurinn geti breytt þeim,“ útskýrir Hrefna Björk.Fashion, Yz creation yz creationKeppa í Creative Business Cup 2013 Stúlkurnar voru eitt af tíu nýsköpunarverkefnum sem tóku þátt í Startup Reykjavík í sumar og nýttu þann tíma til að fullmóta viðskiptaáætlun sína. Í september var þeim boðin þátttaka í Creative Business Cup 2013 sem fram fer í Kaupmannahöfn í lok nóvember. Þar keppa um 40 sprotafyrirtæki um heimsmeistaratitilinn í Entrepreneurship in Creatative Intustries, eða í frumkvöðlastarfi. „Við verðum með stanslausar kynningar í þrjá daga fyrir fjárfesta. Þetta er frábært tækifæri til að kynna okkur, sjá hvernig landið liggur og kynnast öðrum sprotafyrirtækjum,“ segir Hrefna Björk að lokum. Hér að neðan má sjá myndband frá YZ Creation. Video from Yr Thrastardottir on Vimeo.
Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning