Enski boltinn

Mikilvægir sigrar hjá QPR og Aston Villa

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mynd:NordicPhotos/Getty
Fjórir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. QPR sigraði Sunderland 3-1 en þrátt fyrir það er liðið enn á botninum fjórum stigum frá öruggu sæti þar sem Aston Villa skellti Reading 2-1.

Queens Park Rangers er nú komið með jafn mörg stig og Reading og er aðeins stigi á eftir Wigan sem á leik til góða en Aston Villa fjarlægðist botnliðin með góðum sigri á Reading á útivelli en Southampton sem gerði markalaust jafntefli við Norwich er aðeins stigi á undan Aston Villa og ljóst að æsileg fallbarátta er framundan.

Fjórði leikur dagsins var viðureign WBA og Swansea sem WBA sigraði 2-1 og geta þeir þakkað öðrum aðstoðardómaranum það þar sem fullkomlega löglegt mark var dæmt af Swansea seint í leiknum.

WBA stökk yfir Swansea og Liverpool með sigrinum og er nú í 7. sæti deildarinnar með 43 stig.

Öll úrslit dagsins og upplýsingar um markaskorara má finna í boltavaktinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×