Enski boltinn

Nasri ætlar að berjast fyrir sæti sínu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Nasri í harðri baráttu gegn Manchester United.
Nasri í harðri baráttu gegn Manchester United. Mynd:NordicPhotos/Getty
Umboðsmaður franska miðjumannsins Samir Nasri hjá Manchester City segir leikmanninn ætla að berjast fyrir sæti sínu hjá liðinu þó hann hafi aðeins byrjað helming leikja liðsins á leiktíðinni.

Roberto Mancini knattspyrnustjóri City hefur gagnrýnt Nasri opinberlega fyrir slaka frammistöðu á tímabilinu. Nasri hefur átt erfitt uppdráttar eftir erfiðleika á Evrópumeistaramóti landsliða í sumar þar sem honum lenti saman við blaðamann og fékk þriggja leikja bann hjá franska knattspyrnusambandinu.

Umboðsmaður Nasri, Jean-Pierre Bernes, hefur fulla trú á sínum manni og spáir því að hann muni ná sér á strik á ný innan tíðar.

„Við getum ekki verið fordæmdir endalaust vegna vandræða með einn blaðamann,“ sagði umboðsmaðurinn við franska blaðið L´Equipe.

„Annars hef ég engar áhyggjur. Samir hefur ekki tapað hæfileikum sínum, það vita allir. Sjáðu bara Ribery. Fyrir tveimur árum vildu allir henda honum í burtu. Í dag er er Franck franska landsliðið og stjarna hjá Bayern vegna þess að hann lagði mikið á sig og það er sú leið sem Simir verður að fara, hann veit það og hann mun berjast fyrir sínu,“ sagði Bernes að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×