Innlent

Fyrrverandi hermenn frá Ástralíu við æfingar á Langjökli

Þrír fyrrverandi hermenn frá Ástralíu hafa dvalið á Langjökli undanfarnar tvær vikur til að þjálfa sig fyrir ferð á Suðurpólinn.

Fjallað er um málið í blaðinu Australian Times en þar segir að hermennirnir hafi æft sig á jöklinum við aðstæður sem svipar til þeirra sem þeir eiga von á að lenda í á Suðurpólnum en þeir eru voru með sama búnað á jöklinum og þeir nota á pólnum.

Fleiri fyrrverandi hermenn frá ríkjum Breska samveldsins verða með í förinni á pólinn sem farin er til að safna fé til samtaka fyrrum hermanna sem særst hafa í stríðsátökum.

Reiknað er með að Harry Bretaprins muni slást í hópinn ef hann fær leyfi til þess frá breska hernum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×