Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Rodgers skrifar allt niður á spænsku

Brynjar Björn Gunnarsson, fyrrum leikmaður Reading, var gestur Sunnudagsmessunnar í gær. Brynjar hefur haft marga stjóra á ferlinum og þar á meðal Brendan Rodgers, núverandi stjóra Liverpool.

"Við vorum spenntir fyrir því að fá hann til okkar. Hann kom með nýjar hugmyndir en því miður þá voru úrslitin ekki eftir því sem við vonuðumst. Hann er frábær þjálfari með allt sitt á hreinu," sagði Brynjar og bætti við.

"Hann er með allt á spænsku einhverra hluta vegna. Ég veit ekki af hverju. Hann skrifar allar sínar æfingar niður á spænsku."

Hægt er að horfa á spjallið við Brynjar hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×