Erlent

Hillary Clinton styður hjónabönd samkynhneigðra

Hillary Clinton fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna lýsti því yfir í dag að hún styddi hjónabönd samkynhneigðra. Það er eitthvað sem hún hefur ekki gert áður.

Í um það bil sex mínútna myndskeiði sem birtist á vegum mannréttindasamtakanna Human Rights Campaign síðdegis segir hún að hinsegin Bandaríkjamenn eigi að njóta sömu réttinda og aðrir.

„Þeir eru samstarfsmenn okkar, kennarar okkar, hermennirnir okkar, vinir okkar og og ástvinir. Þeir eru jafn fullgildir borgar og aðrir og eiga rétt á sömu borgaralegu réttindum - þar meðtalið hjónabandið," segir hún. „Þess vegna styð ég hjónabönd samkynhneigðra para. Ég styð þau persónulega og vil að þau verði hluti af opinberri stefnu landsins."

Hillary segir að afstaða sín til hjónabands samkynhneigðra hafa breyst eftir að hún talaði við fólk um persónulega reynslu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×