Enski boltinn

Sahin þakklátur fyrir að losna frá Rodgers

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nuri Sahin í leik með Dortmund á dögunum.
Nuri Sahin í leik með Dortmund á dögunum. Nordic Photos / Getty Images
Nuri Sahin segir að hann hafi verið notaður í rangri stöðu hjá Liveropol. Hann er feginn því að vera hættur að spila undir stjórn Brendan Rodgers.

„Brendan Rodgers vildi nota mig sem tíu en ég spila ekki fyrir aftan sóknarmennina. Ég ræddi þetta við hann en hann gat ekki gefið mér nein svör," sagði Sahin sem kom til Liverpool sem lánsmaður frá Real Madrid í haust.

Hann er nú kominn til Dortmund, síns gamla félags í Þýskalandi, og verður þar í láni frá Real Madrid í eitt og hálft ár.

„En ég sé ekki eftir neinu. Það er eitthvað mjög sérstakt að spila í rauðu treyjunni á Anfield.“

„Ef ég hefði ekki farið þangað hefði ég kannski ekki getað komið aftur til Dortmund. Ég er ánægður með það og er farinn frá Brendan Rodgers, guði sé lof."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×