Íslenska ullin heillar tískuheiminn Sara McMahon skrifar 14. mars 2013 06:00 Brynhildur, Þuríður og Guðfinna reka hönnunarfyrirtækið Vík Prjónsdóttur. Mynd/Ari Magg „Hönnunarsafnið í London hafði samband við okkur fyrir um ári síðan og vildi gera eitthvað með okkur. Þau þekktu Eley Kishimoto og þá kom upp sú hugmynd að fá þau til að endurhanna Selshaminn okkar, líkt og Henrik Vibskov hafði gert árið 2008. Fólkið hjá Hönnunarsafninu kom okkur saman og hjónin voru til í þetta, sem okkur þótti mikill heiður,“ segir Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir um samstarf Vík Prjónsdóttur og hönnunartvíeykisins Eley Kishimoto. Guðfinna rekur Vík ásamt Brynhildi Pálsdóttur og Þuríði Rós Sigurþórsdóttur, en fyrirtækið hannar einstakar vörur úr íslenskri ull. Samstarfið við Eley Kishimoto hófst í sumar og verður endurhannaði Selshamurinn frumsýndur við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Að sögn Guðfinnu fengu Eley Kishimoto algjörlega frjálsar hendur við endurhönnun hamsins. „Þau sáu alveg um þetta og okkur fannst mjög gaman að sjá útkomuna. Þau eru fræg fyrir munstrin sín og hafa unnið með þetta íkornamunstur áður. Það tók þó sinn tíma að velja réttu litina og tóna þá til í samstarfi við litunarmeistara Ístex. Það var langt en skemmtilegt ferli,“ segir hún. Hamurinn verður hluti af nýrri haust- og vetrarlínu Eley Kishimoto og viðurkennir Guðfinna að það sé ómetanleg kynning fyrir Vík. „Þau eru vinsæl á Japansmarkaði þannig að þetta verður ágæt kynning fyrir okkur. Og auðvitað mikill heiður.“ Mark Eley og Wakako Kishimoto komu til landsins í gærkvöldi á vegum Hönnunarmars. Þau munu halda fyrirlestur í Þjóðleikhúsinu klukkan 14 í dag og eftir hann verður hamurinn frumsýndur. „Við höfum átt í díalóg með þeim síðustu mánuði en þetta verður í fyrsta sinn sem við hittum þau,“ segir Guðfinna og hlær. Guðfinna, Brynhildur og Þuríður verða með sýningu á nýjustu vörum Víkur í Bókasal Þjóðmenningarhússins í dag. Þær munu einnig halda opinn málfund undir yfirskriftinni Ullin, iðnaðurinn og framtíðin á morgun. HönnunarMars Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur Fleiri fréttir „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
„Hönnunarsafnið í London hafði samband við okkur fyrir um ári síðan og vildi gera eitthvað með okkur. Þau þekktu Eley Kishimoto og þá kom upp sú hugmynd að fá þau til að endurhanna Selshaminn okkar, líkt og Henrik Vibskov hafði gert árið 2008. Fólkið hjá Hönnunarsafninu kom okkur saman og hjónin voru til í þetta, sem okkur þótti mikill heiður,“ segir Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir um samstarf Vík Prjónsdóttur og hönnunartvíeykisins Eley Kishimoto. Guðfinna rekur Vík ásamt Brynhildi Pálsdóttur og Þuríði Rós Sigurþórsdóttur, en fyrirtækið hannar einstakar vörur úr íslenskri ull. Samstarfið við Eley Kishimoto hófst í sumar og verður endurhannaði Selshamurinn frumsýndur við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Að sögn Guðfinnu fengu Eley Kishimoto algjörlega frjálsar hendur við endurhönnun hamsins. „Þau sáu alveg um þetta og okkur fannst mjög gaman að sjá útkomuna. Þau eru fræg fyrir munstrin sín og hafa unnið með þetta íkornamunstur áður. Það tók þó sinn tíma að velja réttu litina og tóna þá til í samstarfi við litunarmeistara Ístex. Það var langt en skemmtilegt ferli,“ segir hún. Hamurinn verður hluti af nýrri haust- og vetrarlínu Eley Kishimoto og viðurkennir Guðfinna að það sé ómetanleg kynning fyrir Vík. „Þau eru vinsæl á Japansmarkaði þannig að þetta verður ágæt kynning fyrir okkur. Og auðvitað mikill heiður.“ Mark Eley og Wakako Kishimoto komu til landsins í gærkvöldi á vegum Hönnunarmars. Þau munu halda fyrirlestur í Þjóðleikhúsinu klukkan 14 í dag og eftir hann verður hamurinn frumsýndur. „Við höfum átt í díalóg með þeim síðustu mánuði en þetta verður í fyrsta sinn sem við hittum þau,“ segir Guðfinna og hlær. Guðfinna, Brynhildur og Þuríður verða með sýningu á nýjustu vörum Víkur í Bókasal Þjóðmenningarhússins í dag. Þær munu einnig halda opinn málfund undir yfirskriftinni Ullin, iðnaðurinn og framtíðin á morgun.
HönnunarMars Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur Fleiri fréttir „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira