Enski boltinn

Endar Tevez í fangelsi?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Carlos Tevez mun koma fyrir dómara fyrir að aka án ökuprófs aðeins nokkrum dögum fyrir borgarslag Manchester-liðanna City og United.

Tevez er á mála hjá City en var á dögunum handtekinn fyrir að aka án ökuréttinda. Í janúar síðastliðnum var hann sviptur ökuréttindunum í hálft ár.

Fyrir slíkt brot er sex mánaða fangelsisvist hámarksrefsing þó ólíklegt verði að teljast að Tevez verði dæmdur til svo þungrar refsingar.

Hann kemur fyrir rétt þann 3. apríl næstkomandi en slagur Manchester-liðanna fer fram fimm dögum síðar.

Ef hann verður fundinn sekur er hins vegar líklegt að hann verði sektaður og sviptur ökuréttindum í enn lengri tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×