Innlent

Hægt að velja um fegurstu og ljótustu orð íslenskrar tungu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
"Öll umræða í kringum þetta er góð og það er gaman hvað er mikið rætt um þetta, hvar sem maður kemur og um að gera að hafa þetta frá öllum sjónarhornum.“
"Öll umræða í kringum þetta er góð og það er gaman hvað er mikið rætt um þetta, hvar sem maður kemur og um að gera að hafa þetta frá öllum sjónarhornum.“ mynd/365


Nú hafa um 6400 tillögur borist inn  vegna leitarinnar að fegursta orði íslenskrar tungu. Ástráður Eysteinsson er formaður starfshópsins sem mun fara yfir þær tillögur sem borist hafa.

„Þessu lýkur á miðnætti annað kvöld,“ segir Ástráður. „Þátttakan hefur verið mjög góð og við erum mjög ánægð með þetta.“

Að sögn Ástráðs eru þau sjö í starfshópnum og þau koma til með að fara yfir öll orðin þegar söfnuninni lýkur. „Þá veljum við tíu tillögur í hverjum aldursflokki, en aldursflokkarnir eru þrír. Síðan verður netkosning, sem ég býst við að byrji  5. nóvember og hún verður opin í viku. Þá hefur almenningur valið.“

Nú hefur verið opnuð Facebook-síða þar sem hægt er að velja ljótasta orðið í íslenskri tungu. „Ég er ekki búinn að sjá síðuna en ég frétti af henni í morgun,“ segir hann.

„Öll umræða í kringum þetta er góð og það er gaman hvað er mikið rætt um þetta, hvar sem maður kemur og um að gera að hafa þetta frá öllum sjónarhornum,“ segir Ástráður.

Á Facebook-síðu ljótasta orðsins, eru komnar nokkar tillögur, meðal annars geirvarta, dugnaðarforkur, ófrísk og vinstri.

Þá þykir síðuhöfundum orðið sósa vera dæmi um ljótt orð.

„Það er mikilvægt að fá það staðfest að tungumálið er ekki aðeins talið vera sjálfvirkur samskiptamiðill, heldur hefur fólk raunverulegan áhuga á ríkidæmi málsins, blæbrigðum í merkingu og notkun orða og hinum margbreytilegu tengslum málsins við bæði hugarheim okkar og umhverfi nær og fjær,“ segir Ástráður í grein sem hann skrifaði á Vísi um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×