Þarf að bæta ímynd ÖBÍ segir formaður Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2013 07:00 Nú eru 37 aðildarfélög að bandalaginu. Mynd/margrét ögn rafnsdóttir „Við vitum að ímynd ÖBÍ hefur beðið hnekki og það nýtur ekki þeirrar virðingar og hefur ekki þann sess sem það á að hafa í samfélaginu,“ segir Ellen J. Calmon, sem var kjörin formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) á aðalfundi bandalagsins síðastliðinn laugardag. Á fundinum bættust þrjú félög við bandalagið svo nú eru alls 37 félög innan þess og hátt í 9% Íslendinga eru í aðildarfélögum bandalagsins. „Ég tel nauðsynlegt að vinna í þessum ímyndarmálum og að við fáum almenning með okkur. Við viljum að almenningur sé meðvitaðri um þennan stóra hóp sem er innan bandalagsins. Þetta eru mörg ólík félög með ólíkar þarfir. Innan bandalagsins eru meðal annars öryrkjar, fatlaðir, sjúkir og aðstandendur.“Ellen J. CalmonEllen segist fyrst og fremst standa fyrir meiri samræðu og samvinnu sem formaður og telur að formaður ÖBÍ eigi að stuðla að samvinnu aðildarfélaga og vera leiðandi út á við. „Ég tel mjög mikilvægt að ÖBÍ öðlist aftur þann sess og þá virðingu í samfélaginu sem það hefur áður haft,“ segir Ellen. Meðal baráttumála sem hún setur á oddinn eru samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, aðgengismál, og þá ekki síst varðandi aðgengi að upplýsingatækni, flutningur málefna fatlaðs fólks til sveitarfélaganna og málefni heilbrigðisþjónustunnar. „Þar hefur þjónustustigið lækkað á síðustu árum og aukinn kostnaður leggst þungt á okkar félaga,“ segir Ellen. Hún vill auka samstarf við atvinnulífið í því skyni að minnka fordóma og gera fötluðum og sjúkum kleift að stunda vinnu sína. Til þess þurfa atvinnurekendur að koma til móts við þá. Að auki vill Ellen standa fyrir breyttum baráttuaðferðum. „Ég sagði í ræðu minni á aðalfundinum að ef þú öskraðir í hvert sinn sem þú opnar munninn þá hættir fólk að hlusta. Þetta er ekki bara spurning um ályktanir og mótmæli, heldur líka samvinnu.“ Verkefni Ellenar er gríðarstórt. „Mitt fyrsta verk verður að hitta formenn og framkvæmdastjóra hvers félags og heyra hvernig hjartað slær. Þá er spurning hvernig ÖBÍ getur stutt við félögin. Ekki endilega með beinum fjárútlátum heldur stutt við þau svo þau fái að blómstra sjálf.“ Ellen vann nauma kosningu um formannssætið en hún fékk 50 atkvæði, Guðmundur Magnússon fráfarandi formaður fékk 46 atkvæði og tvö atkvæði voru auð. „Ég þarf að sannfæra fólk um ég sé verðugur málsvari og þetta er sigur sem ber að fara mjög vel með,“ segir Ellen. Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
„Við vitum að ímynd ÖBÍ hefur beðið hnekki og það nýtur ekki þeirrar virðingar og hefur ekki þann sess sem það á að hafa í samfélaginu,“ segir Ellen J. Calmon, sem var kjörin formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) á aðalfundi bandalagsins síðastliðinn laugardag. Á fundinum bættust þrjú félög við bandalagið svo nú eru alls 37 félög innan þess og hátt í 9% Íslendinga eru í aðildarfélögum bandalagsins. „Ég tel nauðsynlegt að vinna í þessum ímyndarmálum og að við fáum almenning með okkur. Við viljum að almenningur sé meðvitaðri um þennan stóra hóp sem er innan bandalagsins. Þetta eru mörg ólík félög með ólíkar þarfir. Innan bandalagsins eru meðal annars öryrkjar, fatlaðir, sjúkir og aðstandendur.“Ellen J. CalmonEllen segist fyrst og fremst standa fyrir meiri samræðu og samvinnu sem formaður og telur að formaður ÖBÍ eigi að stuðla að samvinnu aðildarfélaga og vera leiðandi út á við. „Ég tel mjög mikilvægt að ÖBÍ öðlist aftur þann sess og þá virðingu í samfélaginu sem það hefur áður haft,“ segir Ellen. Meðal baráttumála sem hún setur á oddinn eru samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, aðgengismál, og þá ekki síst varðandi aðgengi að upplýsingatækni, flutningur málefna fatlaðs fólks til sveitarfélaganna og málefni heilbrigðisþjónustunnar. „Þar hefur þjónustustigið lækkað á síðustu árum og aukinn kostnaður leggst þungt á okkar félaga,“ segir Ellen. Hún vill auka samstarf við atvinnulífið í því skyni að minnka fordóma og gera fötluðum og sjúkum kleift að stunda vinnu sína. Til þess þurfa atvinnurekendur að koma til móts við þá. Að auki vill Ellen standa fyrir breyttum baráttuaðferðum. „Ég sagði í ræðu minni á aðalfundinum að ef þú öskraðir í hvert sinn sem þú opnar munninn þá hættir fólk að hlusta. Þetta er ekki bara spurning um ályktanir og mótmæli, heldur líka samvinnu.“ Verkefni Ellenar er gríðarstórt. „Mitt fyrsta verk verður að hitta formenn og framkvæmdastjóra hvers félags og heyra hvernig hjartað slær. Þá er spurning hvernig ÖBÍ getur stutt við félögin. Ekki endilega með beinum fjárútlátum heldur stutt við þau svo þau fái að blómstra sjálf.“ Ellen vann nauma kosningu um formannssætið en hún fékk 50 atkvæði, Guðmundur Magnússon fráfarandi formaður fékk 46 atkvæði og tvö atkvæði voru auð. „Ég þarf að sannfæra fólk um ég sé verðugur málsvari og þetta er sigur sem ber að fara mjög vel með,“ segir Ellen.
Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira