Innlent

Hundruðum hefur verið hjálpað úr ánauð

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Sjálfboðaliði Rauða krossins í Hvíta-Rússlandi  fræðir jafnaldra sína um hættur mansals.Mynd: Rauði krossinn
Sjálfboðaliði Rauða krossins í Hvíta-Rússlandi fræðir jafnaldra sína um hættur mansals.Mynd: Rauði krossinn
Rauði krossinn á Íslandi hefur með stuðningi utanríkisráðuneytisins styrkt baráttu gegn þrælahaldi í Hvíta-Rússlandi með fjárhagsaðstoð og ráðgjöf undanfarin þrjú ár. Talið er að fórnarlömb mansals þar séu nú yfir 1.000 á ári.

„Þetta er mjög dapurlegt. Það hversu algengt þetta er sýnir manni hversu aðstæðurnar eru bágar þarna,“ segir Nína Helgadóttir, verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum, sem er nýlega komin frá Vitebsk í Hvíta-Rússlandi þar sem Rauði krossinn ætlar að takast á við ný verkefni.

„Þar hefur 250 manns tekist að komast úr ánauð. Þetta er fólk sem var í kynlífsánauð auk barna sem kynlífsmyndir hafa verið teknar af. Fjöldi hefur einnig verið gabbaður í þrælavinnu til Rússlands. Talið er að þetta séu aðeins tíu prósent af raunverulegum fjölda.“

Um eitt þúsund sjálfboðaliðar tóku þátt í verkefninu sem Rauði krossinn á Íslandi hefur að undanförnu styrkt í Gomel. „Þar fengu 128 fórnarlömb ánauðar félagslegan, sálfræðilegan og lagalegan stuðning við að koma undir sig fótunum aftur. Við höfum reynt að fá fólkið sjálft til að gerast talsmenn út á við til að vara við þessu en það hefur ekki tekist þar sem þessu fylgir mikil skömm. Það hefur varla tekist að fá það til að taka þátt í sjálfshjálparhópum,“ greinir Nína frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×