Innlent

Lára stefnir á fjórða sætið

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Lára Óskarsdóttir.
Lára Óskarsdóttir.
Lára Óskarsdóttir hefur lýst yfir framboði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í nóvember. Lára gegnir formennsku í Félagi sjálfstæðismanna í Laugarnes og Túnhverfi. Hún situr einnig í framkvæmdastjórn Varðar og stjórn Fjárlaganefndar Sjálfstæðisflokksins.

Lára hefur ACC gráðu sem markþjálfari og starfar sem slík hjá Vendum stjórnendaþjálfun. Starfið felst að stórum hluta í að halda námskeið, fyrirlestra og þjálfa stjórnendur. Ásamt stjórnendaþjálfun kennir Lára íslensku og dönsku á unglingastigi í Foldaskóla. Lára starfaði áður hjá ÍSÍ og UMFÍ en þar á undan rak Lára eigið fyrirtæki í miðbæ Reykjavíkur.

Helstu áherslumál Láru eru bættar samgöngur innan borgarinnar. Málefni grunnskólanna með velferð nemenda í huga. Velferðarmál þá sérstaklega hvað varðar eldri borgara. Hún telur einkaframtakið megi nýta betur í ýmsum rekstri borgarinnar, einnig eru henni hugleikinn skipulagsmál og telur hún að það eigi að tryggja flugvellinum sess í Vatnsmýrinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×