Erlent

Fórnarlamba lestarslyssins minnst

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Samfélagið í Santiago de Compostela í Galisíu er lamað vegna slyssins, segir á vef BBC.
Samfélagið í Santiago de Compostela í Galisíu er lamað vegna slyssins, segir á vef BBC.
Látinna var minnst í Santiago de Compostela í Galisíu í morgun, en þar varð mannskætt lestarslys í síðustu viku. Fjöldaútför fer fram í borginni í dag.

Alls létust 79 manns í slysinu sem er það alvarlegasta á Spáni í áratugi. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, og meðlimir konungsfjölskyldunnar voru viðstaddir minningarathöfnina þar sem beðið var fyrir þeim fórnarlömbum slyssins og aðstandendum þeirra. Enn liggja 70 manns slasaðir á sjúkrahúsi í í Santiago de Compostela, þar af 22 alvarlega.

Ökumaður lestarinnar, sem heitir Francisco Jose Garzon Amo, hefur verið í haldi lögreglu síðustu daga en var látinn laus gegn tryggingu í gær. Hann viðurkenndi í yfirheyrslu að hafa keyrt lestina á tvöföldum hámarkshraða þegar hún fór út af sporinu. Hann er nú í farbanni, og á yfir höfðu sér kæru vegna manndráps af gáleysi í 79 liðum, eða vegna allra þeirra sem létu lífið í slysinu.

BBC greinir frá.


Tengdar fréttir

Myndband af slysinu á Spáni

Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir á Spáni eftir að 77 manns fórust þegar farþegalest fór út af sporinu nærri Santiago de Compostela í gærkvöldi. Þetta er versta lestarslys á Spáni í yfir 40 ár. Á netinu sjá hið skelfilega slys.

Lestarstjórinn fyrir dómara í dag

Lestarstjórinn sem var við stjórnvölin þegar lest fór út af teinunum í suðvesturhluta Spánar fyrr í vikunni verður dreginn fyrir dómara í dag. Staðfest tala látinna er 78 og er þetta eitt versta lestarslys síðari tíma í Evrópu.

Lestarstjórinn montaði sig af hraðanum á Facebook

Facebook-síðu lestarstjórans hefur nú verið lokað og lögreglan hefur handtekið hann. Í yfirheyrslu viðurkenndi hann að lestin hefði verið á tvöföldum hámarkshraða þegar hún fór út af sporinu á Spáni í fyrradag með þeim afleiðingum að tugir létust.

77 farast í lestarslysi

Lestarslys varð á Spáni í nótt, það versta í 40 ár þar í landi, þegar farþegarlest fór út af spori sínu í nótt.

Ástvinir syrgja á Spáni

Farþegi segir lestina hafa farið of hratt í beygju. Bráðabirgðalíkhús hefur verið reist á íþróttaleikvangi í Santiago de Compostella.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×