Jóhannes Gunnarsson: Skilið neytendum því sem þeim ber að fá VG skrifar 29. maí 2013 14:33 Jóhannes Gunnarsson er formaður Neytendasamtakanna. „Það er greinilegt að núna eru einhverjir að taka til sín fjármuni aukalega í skjóli styrkinga krónunnar, og það er óþolandi,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, en í morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að innlendar matvörur hækkuðu í maí en innfluttar vörur lækkuðu lítillega á móti. Þetta hefur gerst þrátt fyrir töluverða styrkingu krónunnar frá því í febrúar. Innfluttar mat- og drykkjarvörur lækkuðu um 0,5% í maímánuði, en í þeim lið hefur styrking krónunnar frá febrúarmánuði enn ekki skilað sér að fullu. Ýmsar innlendar matvörur hækkuðu svo verulega í verði í maímánuði. Má þar nefna að fiskur hækkaði um 1,7% í verði, kjöt um 1,1%, egg um 1,5%, ostar um 0,9% og smjör um 1,3%. Í heild hækkuðu búvörur án grænmetis um 0,8% í maí, og hafa þær frá áramótum hækkað um 2,8%. Erfitt er að átta sig á hvað skýrir þessa hækkun, sér í lagi þegar haft er í huga að innflutt aðföng í landbúnaði ættu að hafa lækkað í verði samfara styrkingu krónu. Á heildina litið hefur matvara hækkað í verði um 2,9% það sem af er ári, og skýtur það skökku við í ljósi styrkingar krónu og almennrar lækkunar á verði landbúnaðarvara erlendis. Jóhannes segir að ekki sé ljóst hversvegna styrking krónunnar skilar sér ekki í lægra verði. Hvort það sé birgjum, heildsölum eða öðrum að kenna. „Og það kallar á að enn ein vísitalan verði mæld, það er vísitala heildsöluverðs,“ segir Jóhannes, en að hans mati gæti það orðið mun betri leið til þess að fylgjast með þróun verðhækkana og lækkana. Jóhannes bendir á að þegar krónan fellur skili það sér mjög fljótt í vöruverð. „En að sjálfsögðu eiga menn að vera sjálfir sér samkvæmir og breyta verðinu fljótt þegar króna hreyfist aftur upp,“ segir Jóhannes. Hann segir kröfu Neytendasamtakanna skýra: „Skilið neytendum því sem neytendum ber að fá, nú þegar.“ Tengdar fréttir Innlendar matvörur hækkuðu verulega í maí án ástæðu Innlendar matvörur hækkuðu verulega í maí en innfluttar lækkuðu lítillega á móti. Ekki er hægt að sjá augljósar skýringar á því að innlend matvæli hækka. Hvað þær innfluttu varðar er enn langt í að lækkun þeirra sé í samræmi við styrkingu krónunnar frá áramótum. 29. maí 2013 13:00 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira
„Það er greinilegt að núna eru einhverjir að taka til sín fjármuni aukalega í skjóli styrkinga krónunnar, og það er óþolandi,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, en í morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að innlendar matvörur hækkuðu í maí en innfluttar vörur lækkuðu lítillega á móti. Þetta hefur gerst þrátt fyrir töluverða styrkingu krónunnar frá því í febrúar. Innfluttar mat- og drykkjarvörur lækkuðu um 0,5% í maímánuði, en í þeim lið hefur styrking krónunnar frá febrúarmánuði enn ekki skilað sér að fullu. Ýmsar innlendar matvörur hækkuðu svo verulega í verði í maímánuði. Má þar nefna að fiskur hækkaði um 1,7% í verði, kjöt um 1,1%, egg um 1,5%, ostar um 0,9% og smjör um 1,3%. Í heild hækkuðu búvörur án grænmetis um 0,8% í maí, og hafa þær frá áramótum hækkað um 2,8%. Erfitt er að átta sig á hvað skýrir þessa hækkun, sér í lagi þegar haft er í huga að innflutt aðföng í landbúnaði ættu að hafa lækkað í verði samfara styrkingu krónu. Á heildina litið hefur matvara hækkað í verði um 2,9% það sem af er ári, og skýtur það skökku við í ljósi styrkingar krónu og almennrar lækkunar á verði landbúnaðarvara erlendis. Jóhannes segir að ekki sé ljóst hversvegna styrking krónunnar skilar sér ekki í lægra verði. Hvort það sé birgjum, heildsölum eða öðrum að kenna. „Og það kallar á að enn ein vísitalan verði mæld, það er vísitala heildsöluverðs,“ segir Jóhannes, en að hans mati gæti það orðið mun betri leið til þess að fylgjast með þróun verðhækkana og lækkana. Jóhannes bendir á að þegar krónan fellur skili það sér mjög fljótt í vöruverð. „En að sjálfsögðu eiga menn að vera sjálfir sér samkvæmir og breyta verðinu fljótt þegar króna hreyfist aftur upp,“ segir Jóhannes. Hann segir kröfu Neytendasamtakanna skýra: „Skilið neytendum því sem neytendum ber að fá, nú þegar.“
Tengdar fréttir Innlendar matvörur hækkuðu verulega í maí án ástæðu Innlendar matvörur hækkuðu verulega í maí en innfluttar lækkuðu lítillega á móti. Ekki er hægt að sjá augljósar skýringar á því að innlend matvæli hækka. Hvað þær innfluttu varðar er enn langt í að lækkun þeirra sé í samræmi við styrkingu krónunnar frá áramótum. 29. maí 2013 13:00 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira
Innlendar matvörur hækkuðu verulega í maí án ástæðu Innlendar matvörur hækkuðu verulega í maí en innfluttar lækkuðu lítillega á móti. Ekki er hægt að sjá augljósar skýringar á því að innlend matvæli hækka. Hvað þær innfluttu varðar er enn langt í að lækkun þeirra sé í samræmi við styrkingu krónunnar frá áramótum. 29. maí 2013 13:00