Innlendar matvörur hækkuðu verulega í maí án ástæðu 29. maí 2013 13:00 Innlendar matvörur hækkuðu verulega í maí en innfluttar lækkuðu lítillega á móti. Ekki er hægt að sjá augljósar skýringar á því að innlend matvæli hækka. Hvað þær innfluttu varðar er enn langt í að lækkun þeirra sé í samræmi við styrkingu krónunnar frá áramótum. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem rýnt er í nýjustu verðbólgumælingu Hagstofunnar. Þar segir að athyglisvert sé að skoða matvörulið vísitölu neysluverðs. Liðurinn stóð nánast í stað í maí, en þar vegast á ólík áhrif af innfluttum matvörum annars vegar, og innlendum hins vegar. Innfluttar mat- og drykkjarvörur lækkuðu þannig um 0,5% í maímánuði, þótt reyndar sé rétt að halda til haga að í þeim lið hefur styrking krónu frá febrúarmánuði enn ekki skilað sér að fullu. Ýmsar innlendar matvörur hækkuðu hins vegar verulega í verði í maímánuði. Má þar nefna að fiskur hækkaði um 1,7% í verði, kjöt um 1,1%, egg um 1,5%, ostar um 0,9% og smjör um 1,3%. Í heild hækkuðu búvörur án grænmetis um 0,8% í maí, og hafa þær frá áramótum hækkað um 2,8%. Erfitt er að átta sig á hvað skýrir þessa hækkun, sér í lagi þegar haft er í huga að innflutt aðföng í landbúnaði ættu að hafa lækkað í verði samfara styrkingu krónu. Á heildina litið hefur matvara hækkað í verði um 2,9% það sem af er ári, og skýtur það skökku við í ljósi styrkingar krónu og almennrar lækkunar á verði landbúnaðarvara erlendis.Innfluttar vörur lækka ekki eins og ætti að veraÁ hinn bóginn kemur nokkuð á óvart að ýmsar innfluttar vörur hafa ýmist lækkað lítið í verði eða jafnvel hækkað, þrátt fyrir 7-8% styrkingu krónu frá miðjum febrúar fram í miðjan maí. Má þar nefna föt og skó, en sá liður er á heildina litið óbreyttur frá áramótum þrátt fyrir styrkinguna. Verð á fötum og skóm hækkaði raunar um 0,6% í maímánuði. Svipaða sögu má segja af liðum á borð við húsgögn og heimilisbúnað, og það sem í daglegu tali er kallað græjur, þ.e. tölvur, sjónvörp, hljómtæki og slíkt. Virðist því sem víða sé enn talsvert svigrúm til þess að miðla lækkun á innflutningsverði áfram út í smásöluverð á innfluttum vörum.Verðskrár hótela hækka um 61%Annað sem vekur athygli í tölum Hagstofunnar er geysimikil hækkun á þjónustu hótela og gistiheimila. Vissulega fer nú í hönd aðal ferðamannatíminn hér á landi og undanfarin ár hefur þessi liður ávallt hækkað verulega á fyrri hluta ársins. Hefur hækkunin síðustu ár verið á bilinu 18% - 35%. Hækkunin nú nemur hins vegar 61% frá áramótum, og má spyrja sig hvort ýmsir í þessum geira séu ekki farnir að seilast nokkuð langt í að nýta sér aukna eftirspurn erlendra ferðamanna eftir gistingu hér á landi til hækkunar á verði. Má segja að raungengið, eins og það blasir við erlendum ferðamönnum, hækki nú mun hraðar en ef horft er til almennra neysluútgjalda. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Innlendar matvörur hækkuðu verulega í maí en innfluttar lækkuðu lítillega á móti. Ekki er hægt að sjá augljósar skýringar á því að innlend matvæli hækka. Hvað þær innfluttu varðar er enn langt í að lækkun þeirra sé í samræmi við styrkingu krónunnar frá áramótum. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem rýnt er í nýjustu verðbólgumælingu Hagstofunnar. Þar segir að athyglisvert sé að skoða matvörulið vísitölu neysluverðs. Liðurinn stóð nánast í stað í maí, en þar vegast á ólík áhrif af innfluttum matvörum annars vegar, og innlendum hins vegar. Innfluttar mat- og drykkjarvörur lækkuðu þannig um 0,5% í maímánuði, þótt reyndar sé rétt að halda til haga að í þeim lið hefur styrking krónu frá febrúarmánuði enn ekki skilað sér að fullu. Ýmsar innlendar matvörur hækkuðu hins vegar verulega í verði í maímánuði. Má þar nefna að fiskur hækkaði um 1,7% í verði, kjöt um 1,1%, egg um 1,5%, ostar um 0,9% og smjör um 1,3%. Í heild hækkuðu búvörur án grænmetis um 0,8% í maí, og hafa þær frá áramótum hækkað um 2,8%. Erfitt er að átta sig á hvað skýrir þessa hækkun, sér í lagi þegar haft er í huga að innflutt aðföng í landbúnaði ættu að hafa lækkað í verði samfara styrkingu krónu. Á heildina litið hefur matvara hækkað í verði um 2,9% það sem af er ári, og skýtur það skökku við í ljósi styrkingar krónu og almennrar lækkunar á verði landbúnaðarvara erlendis.Innfluttar vörur lækka ekki eins og ætti að veraÁ hinn bóginn kemur nokkuð á óvart að ýmsar innfluttar vörur hafa ýmist lækkað lítið í verði eða jafnvel hækkað, þrátt fyrir 7-8% styrkingu krónu frá miðjum febrúar fram í miðjan maí. Má þar nefna föt og skó, en sá liður er á heildina litið óbreyttur frá áramótum þrátt fyrir styrkinguna. Verð á fötum og skóm hækkaði raunar um 0,6% í maímánuði. Svipaða sögu má segja af liðum á borð við húsgögn og heimilisbúnað, og það sem í daglegu tali er kallað græjur, þ.e. tölvur, sjónvörp, hljómtæki og slíkt. Virðist því sem víða sé enn talsvert svigrúm til þess að miðla lækkun á innflutningsverði áfram út í smásöluverð á innfluttum vörum.Verðskrár hótela hækka um 61%Annað sem vekur athygli í tölum Hagstofunnar er geysimikil hækkun á þjónustu hótela og gistiheimila. Vissulega fer nú í hönd aðal ferðamannatíminn hér á landi og undanfarin ár hefur þessi liður ávallt hækkað verulega á fyrri hluta ársins. Hefur hækkunin síðustu ár verið á bilinu 18% - 35%. Hækkunin nú nemur hins vegar 61% frá áramótum, og má spyrja sig hvort ýmsir í þessum geira séu ekki farnir að seilast nokkuð langt í að nýta sér aukna eftirspurn erlendra ferðamanna eftir gistingu hér á landi til hækkunar á verði. Má segja að raungengið, eins og það blasir við erlendum ferðamönnum, hækki nú mun hraðar en ef horft er til almennra neysluútgjalda.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira