Innlent

Íslendingar færðu Grænlendingum hljóðfæri

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Íslendingar færðu Grænlendingum hljóðfæri og tækjabúnað í Kulusuk í gær.
Íslendingar færðu Grænlendingum hljóðfæri og tækjabúnað í Kulusuk í gær. MYND/HRAFN JÖKULSSON

Íbúar Kulusuk á Grænlandi tóku í gær á móti hljóðfærum sem Íslendingar höfðu safnað. Söfnuninni var hrundið að stað eftir að tónlistarhúsið í bænum brann til kaldra kola í eldsvoða og grandaði öllum hljóðfærum sem þar voru.

 

Rúmlega 40 Íslendingar komu færandi hendi til Kulusuk í gær með ýmis hljóðfæri og tækjabúnað.  Hrafn Jökulsson, sem hafði yfirumsjón með verkefninu, segir Grænlendinga djúpt snortna. „Það  var stórkostlegt að upplifa gleði okkar góðu nágranna og þær höfðinglegu  möttökur sem íslenska sendinefndin fékk þegar hún kom með belgfulla vél frá flugfélaginu. Þessi dagur verður óleymanlegur fyrir alla sem að honum komu.“

 

Tónlistarhúsið hafði verið brennidepill menningarlífsins í bænum. Fljótlega eftir að það brann hófst söfnun á hljóðfærum og fjárframlögum hér á Íslandi. Söfnunin náði hámarki sínu á styrktartónleikum sem haldnir voru í Hörpu á dögunum. Um tíu milljónir króna söfnuðust, helmingur frá almenningi og helmningur frá stjórnvöldum.

 

Brágðabirgðaraðstöðu fyrir hljóðfærin og tækjabúnaðinn hefur verið komið upp í skólahúsi í Kulusuk. Stefnt er að hefja uppbyggingu á nýju tónlistarhúsi  á næstu mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×