Innlent

Sirkuskrakkar leika listir sínar

Hrund Þórsdóttir skrifar
Sirkus Íslands heldur úti Æskusirkusnum, sem er sirkusskóli fyrir börn á aldrinum átta til fimmtán ára. Á námsskránni er allt frá grippli og línudansi yfir í loftfimleika og líkamsmeðvitund. Þá er lögð áhersla á að hjálpa krökkunum að þróa sín eigin atriði og efla sjálfstraust og sköpunargleði.

Tilgangurinn er að bjóða upp á eitthvað skemmtilegt fyrir krakkana og efla sirkusmenningu hérlendis. „Við erum að kenna þeim alls konar hluti. Í dag var farið í leikræna tilburði og framkomu og svo er þetta bara alls konar, allt sem tengist sirkus,“ segir Daníel Birgir Hauksson, sirkusskemmtikraftur.

Krakkarnir eru duglegir að tileinka sér hinar ýmsu kúnstir. „Þau eru mörg mjög klár og ég er viss um að einn og einn á eftir að enda í sirkus í framtíðinni,“ segir hann.

Í meðfylgjandi frétt úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag, má sjá krakkana leika listir sínar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×