Hjálpa til við heimilisverkin í öllum húsum bæjarins Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. október 2013 14:27 „Hér geisla allir af vináttu,“ segir Stefán Már Gunnlaugsson, sóknarprestur Hofsprestakalls, en hápunkti Vinavikunnar á Vopnafirði verður náð í dag með kærleiksmaraþoni og flugeldasýningu. Kærleiksmaraþonið er haldið í sjöunda sinn í ár en þá ganga unglingar staðarins í hús og bjóða fram aðstoð sína við heimilisverkin. „Við förum í öll hús á Vopnafirði,“ útskýrir Stefán Már og að hans sögn taka íbúar vel í uppátækið. Enda kannski ekki að undra þar sem að heimilisverkin verða seint talin skemmtilegasta iðjan sem völ er á. Kærleiksmaraþonið er ekki eina afþreying dagsins heldur verður að auki haldið Vinabingó og Þorgrímur Þráinsson fjallar um það hvernig gera skal gott samfélag betra. Í Vinavikunni hafa verið fjölmargir viðburðir, allir tengdir vináttu og kærleika. „Þetta hefur gengið framar björtustu vonum. Metmæting á alla viðburði,“ segir Stefán. Síðastliðinn föstudag var til að mynda haldinn knúsdagur. Á knúsdeginum buðu unglingar Vopnafjarðar fram aðstoð sína í verslunarinnkaupum fyrirtækja, stofnana og verslana. Að auki buðu þau öllum knús. Daginn áður þrömmuðu Vopnfirðingar í Vinaskrúðgöngu og fengu sér þar á eftir gómsætar veitingar í Vinakökuboði.Eru semsagt allir í kærleiksríku skapi á Vopnafirði?„Mjög svo,“ fullyrðir Stefán Már, sóknarprestur.Fjölmennt var í skrúðgöngunni þar sem Vopnfirðingar fögnuðu vináttunni.Myndir/Stefán Már Gunnlaugsson Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
„Hér geisla allir af vináttu,“ segir Stefán Már Gunnlaugsson, sóknarprestur Hofsprestakalls, en hápunkti Vinavikunnar á Vopnafirði verður náð í dag með kærleiksmaraþoni og flugeldasýningu. Kærleiksmaraþonið er haldið í sjöunda sinn í ár en þá ganga unglingar staðarins í hús og bjóða fram aðstoð sína við heimilisverkin. „Við förum í öll hús á Vopnafirði,“ útskýrir Stefán Már og að hans sögn taka íbúar vel í uppátækið. Enda kannski ekki að undra þar sem að heimilisverkin verða seint talin skemmtilegasta iðjan sem völ er á. Kærleiksmaraþonið er ekki eina afþreying dagsins heldur verður að auki haldið Vinabingó og Þorgrímur Þráinsson fjallar um það hvernig gera skal gott samfélag betra. Í Vinavikunni hafa verið fjölmargir viðburðir, allir tengdir vináttu og kærleika. „Þetta hefur gengið framar björtustu vonum. Metmæting á alla viðburði,“ segir Stefán. Síðastliðinn föstudag var til að mynda haldinn knúsdagur. Á knúsdeginum buðu unglingar Vopnafjarðar fram aðstoð sína í verslunarinnkaupum fyrirtækja, stofnana og verslana. Að auki buðu þau öllum knús. Daginn áður þrömmuðu Vopnfirðingar í Vinaskrúðgöngu og fengu sér þar á eftir gómsætar veitingar í Vinakökuboði.Eru semsagt allir í kærleiksríku skapi á Vopnafirði?„Mjög svo,“ fullyrðir Stefán Már, sóknarprestur.Fjölmennt var í skrúðgöngunni þar sem Vopnfirðingar fögnuðu vináttunni.Myndir/Stefán Már Gunnlaugsson
Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira