Hjörtur leikur ekki með Víkingum í efstu deild Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2013 12:00 Hjörtur ásamt Ólafi Þórðarsyni, kollega sínum af Skaganum og þjálfara Víkings. Mynd/Facebook „Ég er ekki á neinu framfaraskeiði á milli ára. Á meðan ég get eitthvað þá reyni ég að hanga í þessu,“ segir Hjörtur Júlíus Hjartarson, sóknarmaður Víkings í Reykjavík. Fossvogsklúbburinn tryggði sér sæti í deild þeirra bestu í lygilegri lokaumferð 1. deildar karla um helgina. Lokaumferðin var í takt við gang mála í deildinni í allt sumar þar sem Víkingar töldu sig ítrekað hafa glutrað niður möguleikanum að fara upp. „Þetta fór illa af stað hjá okkur. Við gerðum bara jafntefli heima og gekk erfiðlega að landa sigrum þar,“ segir Hjörtur. Ótrúlegur árangur liðsins á útivelli hélt liðinu þó í efri hluta deildarinnar. Hjörtur segist hafa þrívegis í sumar hugsað að möguleikinn væri úti. Liðið hafi verið komið á toppinn um mitt mót en aðeins fengið eitt eða tvö stig í sex leikja hrinu. „Eftir tapið gegn Haukum í 18. umferðinni hélt maður að þetta væri endanlega búið,“ segir Hjörtur. Liðin í toppbaráttunni hafi hins vegar öll tapað óvænt stigum og Grindavík hent frá sér vænu forskoti á toppnum. Tvö mörk Pape Mamadou Faye á Valbjarnarvellinum gegn Þrótti um helgina tryggði liðinu 2. sætið í deildinni með betri markatölu en Haukar og Grindavík. Munaði miklu um 16-0 sigur á Völsungi í 21. umferðinni. Hjörtur segir útilokað að hann muni spila með Víkingum í deild þeirra bestu að ári. Úrvalsdeildar-Hjörtur hyggur ekki á endurkomu. „Hann fór í endanlegt frí frá úrvalsdeildinni um mitt tímabil 2009 þegar ég fór úr Þrótti í Selfoss,“ segir Hjörtur. Hann hafi ekki tíma til að æfa jafnmikið og á þurfi að halda til að spila í efstu deild á sínum aldri. Hjörtur, sem verður 39 ára í næsta mánuði, segir það ekki einu sinni hafa kitlað hann að láta á það reyna. „Það kitlaði smá árið 2011 þegar Skaginn fór upp,“ segir Hjörtur sem hefur ekki tekið neina ákvörðun um framhaldið. Hann ætli að æfa og halda sér í formi í vetur. Hann muni taka ákvörðun í framhaldinu. Hjörtur fagnaði ásamt félögum sínum á lokahófi í Víkinni á laugardag. Hann segir hafa verið gaman að sjá hve miklu máli úrvalsdeildarsætið skipti leikmenn og stuðningsmenn Víkings. Aron Elís Þrándarson sópaði til sín verðlaunum á lokahófinu. „Það er ósköp eðlilegt. Hann var langbestur í sumar,“ segir Hjörtur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
„Ég er ekki á neinu framfaraskeiði á milli ára. Á meðan ég get eitthvað þá reyni ég að hanga í þessu,“ segir Hjörtur Júlíus Hjartarson, sóknarmaður Víkings í Reykjavík. Fossvogsklúbburinn tryggði sér sæti í deild þeirra bestu í lygilegri lokaumferð 1. deildar karla um helgina. Lokaumferðin var í takt við gang mála í deildinni í allt sumar þar sem Víkingar töldu sig ítrekað hafa glutrað niður möguleikanum að fara upp. „Þetta fór illa af stað hjá okkur. Við gerðum bara jafntefli heima og gekk erfiðlega að landa sigrum þar,“ segir Hjörtur. Ótrúlegur árangur liðsins á útivelli hélt liðinu þó í efri hluta deildarinnar. Hjörtur segist hafa þrívegis í sumar hugsað að möguleikinn væri úti. Liðið hafi verið komið á toppinn um mitt mót en aðeins fengið eitt eða tvö stig í sex leikja hrinu. „Eftir tapið gegn Haukum í 18. umferðinni hélt maður að þetta væri endanlega búið,“ segir Hjörtur. Liðin í toppbaráttunni hafi hins vegar öll tapað óvænt stigum og Grindavík hent frá sér vænu forskoti á toppnum. Tvö mörk Pape Mamadou Faye á Valbjarnarvellinum gegn Þrótti um helgina tryggði liðinu 2. sætið í deildinni með betri markatölu en Haukar og Grindavík. Munaði miklu um 16-0 sigur á Völsungi í 21. umferðinni. Hjörtur segir útilokað að hann muni spila með Víkingum í deild þeirra bestu að ári. Úrvalsdeildar-Hjörtur hyggur ekki á endurkomu. „Hann fór í endanlegt frí frá úrvalsdeildinni um mitt tímabil 2009 þegar ég fór úr Þrótti í Selfoss,“ segir Hjörtur. Hann hafi ekki tíma til að æfa jafnmikið og á þurfi að halda til að spila í efstu deild á sínum aldri. Hjörtur, sem verður 39 ára í næsta mánuði, segir það ekki einu sinni hafa kitlað hann að láta á það reyna. „Það kitlaði smá árið 2011 þegar Skaginn fór upp,“ segir Hjörtur sem hefur ekki tekið neina ákvörðun um framhaldið. Hann ætli að æfa og halda sér í formi í vetur. Hann muni taka ákvörðun í framhaldinu. Hjörtur fagnaði ásamt félögum sínum á lokahófi í Víkinni á laugardag. Hann segir hafa verið gaman að sjá hve miklu máli úrvalsdeildarsætið skipti leikmenn og stuðningsmenn Víkings. Aron Elís Þrándarson sópaði til sín verðlaunum á lokahófinu. „Það er ósköp eðlilegt. Hann var langbestur í sumar,“ segir Hjörtur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira