Tengsl Sir Alex við Val enn ráðgáta | James Bett ekki svarið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2013 12:53 Mynd/Samsett Mynd af Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóra Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, með sólhatt með merki Knattspyrnufélagsins Vals hefur vakið mikla athygli. Myndin var birt á Twitter í gær þar sem Sir Alex Ferguson stýrir æfingu skoska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í Mexíkó árið 1986. Menn hafa velt vöngum yfir því hvernig til þess kom að að Ferguson fékk hatt með merki Hlíðarendafélagsins. „Ég hef ekki hugmynd en þetta hljómar mjög vel að Valur sé kominn á heimsmeistaramótið,“ segir Ian Ross, fyrrverandi þjálfari meistaraflokks karla hjá Val, í samtali við Vísi. Ross, sem er skoskur líkt og Ferguson, þjálfaði Valsmenn á árunum 1984 til 1987. Ross hafði ekki séð umrædda mynd þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið. Ross býr í Liverpool en hann er dyggur stuðningsmaður þeirra rauðklæddu á Anfield og fer á alla heimaleiki Liverpool „Þetta lítur vel út núna enda erum við í efsta sæti,“ segir Ross og hlær. „Það er samt mikið eftir af mótinu.“ segir Ross. Hann segist eiga góðar minningar frá tíma sínum hjá Valsmönnum og heldur enn góðu sambandi við Hörð Hilmarsson. Hörður hélt í fyrstu að hann væri mögulega með svarið við ráðgátunni eða allt þar til hann heyrði frá hvaða ári myndin var tekin. Hann hélt það tengdist einu af fyrstu ferðum ÍT-ferða til Englands á miðjum níunda áratugnum. Þá hafi einn ferðalanganna átt fertugsafmæli og hópurinn farið á æfingasvæði United, The Cliff, þar sem Ferguson ræddi við þá. „Ég hélt að hann hefði kannski gefið Ferguson húfuna,“ segir Hörður. Halldór Einarsson, betur þekktur sem Henson, hafði heldur ekki séð umrædda mynd af Sir Alex með Valshattinn. Manchester United spilaði við Valsmenn árið 1982 en þá var Ferguson ekki tekinn við United. „Þá var Ron Atkinson stjóri hjá United,“ segir Henson sem hitti þó Ferguson einu sinni á úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. Þá sætu þeir hvor nálægt öðrum. Henson kannaðist þó ekki við að hafa ahent Ferguson eitt stykki Valshúfu. „Sem betur fer þá fer Valurinn víða,“ segir Henson léttur. Einn aðili var líklegur til að hafa fært Ferguson hattinn umrædda. James Bett, sem lék í skamma stund með Valsmönnum á níunda áratugnum og KR á þeim tíunda, var leikmaður hjá Aberdeen undir stjórn Ferguson. Þá var hann einnig í landsliðshópi Skota á heimsmeistaramótinu í Mexíkó 1986. Íþróttadeild hefur verið í sambandi við syni Bett í dag, þá Calum Þór og Baldur, en þeir voru ekki vissir hvort faðir þeirra væri sá sem bæri ábyrgð á höfuðklæðnaði Ferguson. Þeir tóku þó vel í beiðni Vísis um að heyra í karli föður sínum og kanna málið. Bett eldri kom af fjöllum og kannaðist ekkert við að hafa gefið Ferguson umræddan hatt. Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Mynd af Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóra Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, með sólhatt með merki Knattspyrnufélagsins Vals hefur vakið mikla athygli. Myndin var birt á Twitter í gær þar sem Sir Alex Ferguson stýrir æfingu skoska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í Mexíkó árið 1986. Menn hafa velt vöngum yfir því hvernig til þess kom að að Ferguson fékk hatt með merki Hlíðarendafélagsins. „Ég hef ekki hugmynd en þetta hljómar mjög vel að Valur sé kominn á heimsmeistaramótið,“ segir Ian Ross, fyrrverandi þjálfari meistaraflokks karla hjá Val, í samtali við Vísi. Ross, sem er skoskur líkt og Ferguson, þjálfaði Valsmenn á árunum 1984 til 1987. Ross hafði ekki séð umrædda mynd þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið. Ross býr í Liverpool en hann er dyggur stuðningsmaður þeirra rauðklæddu á Anfield og fer á alla heimaleiki Liverpool „Þetta lítur vel út núna enda erum við í efsta sæti,“ segir Ross og hlær. „Það er samt mikið eftir af mótinu.“ segir Ross. Hann segist eiga góðar minningar frá tíma sínum hjá Valsmönnum og heldur enn góðu sambandi við Hörð Hilmarsson. Hörður hélt í fyrstu að hann væri mögulega með svarið við ráðgátunni eða allt þar til hann heyrði frá hvaða ári myndin var tekin. Hann hélt það tengdist einu af fyrstu ferðum ÍT-ferða til Englands á miðjum níunda áratugnum. Þá hafi einn ferðalanganna átt fertugsafmæli og hópurinn farið á æfingasvæði United, The Cliff, þar sem Ferguson ræddi við þá. „Ég hélt að hann hefði kannski gefið Ferguson húfuna,“ segir Hörður. Halldór Einarsson, betur þekktur sem Henson, hafði heldur ekki séð umrædda mynd af Sir Alex með Valshattinn. Manchester United spilaði við Valsmenn árið 1982 en þá var Ferguson ekki tekinn við United. „Þá var Ron Atkinson stjóri hjá United,“ segir Henson sem hitti þó Ferguson einu sinni á úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. Þá sætu þeir hvor nálægt öðrum. Henson kannaðist þó ekki við að hafa ahent Ferguson eitt stykki Valshúfu. „Sem betur fer þá fer Valurinn víða,“ segir Henson léttur. Einn aðili var líklegur til að hafa fært Ferguson hattinn umrædda. James Bett, sem lék í skamma stund með Valsmönnum á níunda áratugnum og KR á þeim tíunda, var leikmaður hjá Aberdeen undir stjórn Ferguson. Þá var hann einnig í landsliðshópi Skota á heimsmeistaramótinu í Mexíkó 1986. Íþróttadeild hefur verið í sambandi við syni Bett í dag, þá Calum Þór og Baldur, en þeir voru ekki vissir hvort faðir þeirra væri sá sem bæri ábyrgð á höfuðklæðnaði Ferguson. Þeir tóku þó vel í beiðni Vísis um að heyra í karli föður sínum og kanna málið. Bett eldri kom af fjöllum og kannaðist ekkert við að hafa gefið Ferguson umræddan hatt.
Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira