Lánshæfismat Kópavogs er áfram í B+ Óli Kristján Ármannsson skrifar 31. október 2013 12:55 Á næsta ári gerir Kópavogsbær ráð fyrir að rekstrarafgangur verði 642 milljónir króna. Fréttablaðið/Vilhelm Lánshæfismat Kópavogsbæjar er áfram B+ og horfur stöðugar, að mati íslenska lánshæfismatsfyrirtækisins Reitunar ehf. Einkunnin er óbreytt frá því í júní þegar hún var hækkuð úr B í B+. „Vel hefur gengið að greiða niður skuldir og hafa áætlanir staðist,“ segir í nýja matinu. Þar er líka tekið fram að gengisáhætta Kópavogsbæjar sé nú hverfandi. „Aðeins um 1,5 prósnet skulda eru nú í erlendum myntum,“ segir í tilkynningu bæjarins. Þá er bent á að í tillögu að fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árin 2015 til 2017, sem nú er til meðferðar í bæjarstjórn, sé ráðgert að rekstrarniðurstaða verði jákvæð á tímabilinu. „Á næsta ári er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur verði 642 milljónir króna og að hann eigi síðan eftir að aukast árin þar á eftir. Miðað er við að hann verði rúmar 1.572 milljónir króna árið 2017,“ segir í tilkynningu Kópavogsbæjar. Einnig segir í rökstuðningi Reitunar að þróun á fasteignamarkaði virðist vera öðruvísi í Kópavogi en víða annars staðar. Fasteignaverð hafi hækkað meira í bænum en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og að vel hafi gengið að úthluta lóðum. „Gangi lóðasala eftir vænkast staða bæjarins og hefði það jákvæð áhrif á lánshæfi.“ Kópavogsbær gerði samning við fyrirtækið Reitun fyrir þremur árum um greiningu og mat á lánshæfi sveitarfélagsins gagnvart fjárfestum á skuldabréfamarkaði. Fram kemur í tilkynningu bæjarins að Kópavogur hafi verið fyrsta sveitarfélagið til að gera slíkan samning. Reitun er dótturfélag IFS greiningar og var stofnað árið 2010. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Lánshæfismat Kópavogsbæjar er áfram B+ og horfur stöðugar, að mati íslenska lánshæfismatsfyrirtækisins Reitunar ehf. Einkunnin er óbreytt frá því í júní þegar hún var hækkuð úr B í B+. „Vel hefur gengið að greiða niður skuldir og hafa áætlanir staðist,“ segir í nýja matinu. Þar er líka tekið fram að gengisáhætta Kópavogsbæjar sé nú hverfandi. „Aðeins um 1,5 prósnet skulda eru nú í erlendum myntum,“ segir í tilkynningu bæjarins. Þá er bent á að í tillögu að fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árin 2015 til 2017, sem nú er til meðferðar í bæjarstjórn, sé ráðgert að rekstrarniðurstaða verði jákvæð á tímabilinu. „Á næsta ári er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur verði 642 milljónir króna og að hann eigi síðan eftir að aukast árin þar á eftir. Miðað er við að hann verði rúmar 1.572 milljónir króna árið 2017,“ segir í tilkynningu Kópavogsbæjar. Einnig segir í rökstuðningi Reitunar að þróun á fasteignamarkaði virðist vera öðruvísi í Kópavogi en víða annars staðar. Fasteignaverð hafi hækkað meira í bænum en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og að vel hafi gengið að úthluta lóðum. „Gangi lóðasala eftir vænkast staða bæjarins og hefði það jákvæð áhrif á lánshæfi.“ Kópavogsbær gerði samning við fyrirtækið Reitun fyrir þremur árum um greiningu og mat á lánshæfi sveitarfélagsins gagnvart fjárfestum á skuldabréfamarkaði. Fram kemur í tilkynningu bæjarins að Kópavogur hafi verið fyrsta sveitarfélagið til að gera slíkan samning. Reitun er dótturfélag IFS greiningar og var stofnað árið 2010.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira