Innlent

Tilraun til innbrots í skartgripaverslun á Akureyri

Maður gerði tilraun til að brjótast inn í úra- og skartgripaverslun í miðbæ Akureyrar í nótt.

Hann hugðist brjóta rúðu með stórum múrsteini, sem hann hafði meðferðis, en aðeins ytra byrði rúðunnar brotnaði og sáu vitni hvar hann forðaði sér á reiðhjóli og hvarf út í nóttina.

Hann er ófundinn, en múrsteinninn lá eftir á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×