Farþegavél frá Icelandair á leið til New York var snúið við vegna tæknibilunar. Hún er lent á Keflavíkurflugvelli og unnið er að viðgerð.
Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, eru farþegar vélarinnar, um 170 talsins, enn um borð. Reiknað er með að vélin fari aftur í loftið eftir um klukkustund, en ef viðgerð tefst verða farþegarnir færðir á aðra vél.
