"Foreldrar mínir vissu aldrei af eineltinu því að skólinn hringdi aldrei“ Hrund Þórsdóttir skrifar 28. ágúst 2013 18:45 Þær Valgerður Fjölnisdóttir og Kristbjörg Víðisdóttir sitja í Ungmennaráði Hafnarfjarðar, sem ályktað hefur um hvernig taka ætti á eineltismálum. Þær segja stöðuna slæma. „Hún er mjög mismunandi eftir skólum, til dæmis í Hafnarfirði, en er í rauninni bara mjög slæm almennt finnst mér á Íslandi,“ segir Valgerður. „Já, það er voða lítið tekið á eineltinu,“ bætir Kristbjörg við. Þær segja mest um einelti í grunnskólum en það sé þó að finna alls staðar. „Við unnum báðar í Jafningjafræðslu Hafnarfjarðar í sumar og þá sáum við hvað eineltið er oft leynt í umhverfinu. Krakkarnir jafnvel átta sig ekki á því þegar þeir verða fyrir einelti og skilja ekki vanlíðan sem þau upplifa í skólanum,“ segir Valgerður. Stelpurnar segja að stundum geri gerendur sér heldur ekki grein fyrir gjörðum sínum og mikilvægt sé að benda þeim á að þeir séu að leggja aðra í einelti. Þá eigi ekki að reyna að leysa eineltismál án aðkomu forráðamanna þolenda og gerenda. Kristbjörg varð fyrir einelti á netinu og stelpurnar segja umburðarlyndi gagnvart því mikið. Krakkar búist við að vera níddir á netinu og sætti sig við það. Valgerður þurfti að skipta um skóla vegna eineltis sem hún varð fyrir og hún segir áherslu á þolendur of mikla. „Í mínu tilfelli gerðu skólayfirvöld í rauninni ekkert. Foreldrar mínir vissu aldrei af eineltinu því að skólinn hringdi aldrei. Það þarf að leggja áherslu á gerendur og vinna með þeim, því þeir eiga oft við stærri vandamál að stríða en þolandinn,“ segir hún. Þær segja mikilvægt að standa með þolendum eineltis og koma þeim sem séu utanveltu inn í hópinn. Þá þurfi að fylgja eineltismálum betur eftir. „Fyrir eina móðgun þá þarftu hundrað hrós þannig að þótt það sé hætt að stríða þér verður þú alltaf með ör á sálinni ef þú hefur lent í einelti,“ segir Valgerður og Kristbjörg tekur undir. „Þetta er bara eins og krumpað blað, þú nærð aldrei að slétta alveg úr því.“ Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Þær Valgerður Fjölnisdóttir og Kristbjörg Víðisdóttir sitja í Ungmennaráði Hafnarfjarðar, sem ályktað hefur um hvernig taka ætti á eineltismálum. Þær segja stöðuna slæma. „Hún er mjög mismunandi eftir skólum, til dæmis í Hafnarfirði, en er í rauninni bara mjög slæm almennt finnst mér á Íslandi,“ segir Valgerður. „Já, það er voða lítið tekið á eineltinu,“ bætir Kristbjörg við. Þær segja mest um einelti í grunnskólum en það sé þó að finna alls staðar. „Við unnum báðar í Jafningjafræðslu Hafnarfjarðar í sumar og þá sáum við hvað eineltið er oft leynt í umhverfinu. Krakkarnir jafnvel átta sig ekki á því þegar þeir verða fyrir einelti og skilja ekki vanlíðan sem þau upplifa í skólanum,“ segir Valgerður. Stelpurnar segja að stundum geri gerendur sér heldur ekki grein fyrir gjörðum sínum og mikilvægt sé að benda þeim á að þeir séu að leggja aðra í einelti. Þá eigi ekki að reyna að leysa eineltismál án aðkomu forráðamanna þolenda og gerenda. Kristbjörg varð fyrir einelti á netinu og stelpurnar segja umburðarlyndi gagnvart því mikið. Krakkar búist við að vera níddir á netinu og sætti sig við það. Valgerður þurfti að skipta um skóla vegna eineltis sem hún varð fyrir og hún segir áherslu á þolendur of mikla. „Í mínu tilfelli gerðu skólayfirvöld í rauninni ekkert. Foreldrar mínir vissu aldrei af eineltinu því að skólinn hringdi aldrei. Það þarf að leggja áherslu á gerendur og vinna með þeim, því þeir eiga oft við stærri vandamál að stríða en þolandinn,“ segir hún. Þær segja mikilvægt að standa með þolendum eineltis og koma þeim sem séu utanveltu inn í hópinn. Þá þurfi að fylgja eineltismálum betur eftir. „Fyrir eina móðgun þá þarftu hundrað hrós þannig að þótt það sé hætt að stríða þér verður þú alltaf með ör á sálinni ef þú hefur lent í einelti,“ segir Valgerður og Kristbjörg tekur undir. „Þetta er bara eins og krumpað blað, þú nærð aldrei að slétta alveg úr því.“
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði