Fótbolti

Balotelli úr leik í Álfukeppninni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Mario Balotelli spilar ekki meira með ítalska landsliðinu í Álfukeppninni í Brasilíu vegna meiðsla í læri. Hann hélt heim á leið í dag.

Spánn mætir Ítalíu í undanúrslitum keppninnar á fimmtudaginn en Balotelli hefur skorað tvö mörk fyrir sína menn til þessa.

Ákveðið var að taka engar áhættur með Balotelli og því var hann aftur sendur til Ítalíu þar sem hann fer í meðhöndlun hjá læknum AC Milan.

Andrea Pirlo missti af leiknum gegn Brasilíu á laugardaginn en Cesare Prandelli, landsilðsþjálfari, vonast til þess að geta notað hann í leiknum mikilvæga gegn Spáni.

Úrúgvæ og Brasilía mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni á miðvikudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×