Innlent

Brotist inn í veiðihús

Veiðimennirnir í  í landi Syðri Brúar í Grímsnesi voru sjónvarpslausir um helgina. Myndin er úr safni.
Veiðimennirnir í í landi Syðri Brúar í Grímsnesi voru sjónvarpslausir um helgina. Myndin er úr safni.
Brotist var inn í veiðihús í landi Syðri Brúar í Grímsnesi aðfaranótt síðastliðins föstudag samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi.

Þjófurinn braut sér leið inn um glugga og hafði á brott með sér 38 tommu flatskjá og DVD spilara. Engar vísbendingar eru um hver var á ferð og vill lögreglan koma þeim skilaboðum áleiðis að allar upplýsingar séu velþegnar í síma 480 1010.

Þrír karlmenn voru svo kærðir fyrir brot á áfengislögum þar sem þeir voru ölvaðir á almannafæri og almenningi til ama á Selfossi í síðustu viku. Þrír voru kærðir fyrir að vera með lítils háttar magn af  kannabis. 

Lögreglan hafði afskipti af tveimur ökumönnum vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, fjórir vegna gruns um ölvunarakstur og 23 voru kærðir fyrir hraðakstur.  Þar af voru tveir þeirra mældir í þyrlueftirliti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×