Ekkert lát á leiðindaveðri Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 8. júlí 2013 12:44 Ekki sér fyrir endann á þeirri ótíð sem verið hefur að undanförnu. Frá því var greint á Vísi í morgun að umferð til höfuðborgarinnar, þessa einu mestu ferðahelgi ársins, hefði verið óvenju lítil og er það samadóma álit lögreglumanna á Suðvesturlandi: Umferðin um helgina var mun minni en búist var við og talsvert minni en sömu helgi í fyrra. Þetta er rakið til leiðindaveðurs. Menn eru nú farnir að spyrja sig hvort ótíðin fari ekki í sögubækur? Óli Þór Árnason veðurfræðingur segir að það fari eftir því hvaðan er horft, sumarveðrinu hefur verið misskipt. Í Reykjavík var meðalhiti í júní 9,9 stig sem er 0,6 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Júní árið 2011 var þó kaldari en nú. Meðan hefur verið óvenju hlýtt á Akureyri. Þar var meðalhitinn 11,4 stig og hefur ekki verið svo hár í sextíu ár eða síðan 1953. Ótíðin stefnir ekki í sögubækur. "Í raun ekki. Þetta er meira eins og sumrin voru hér áður fyrr. Við erum bara orðin svo góðu vön eftir mjög góð síðustu þrjú til fjögur ár," segir Óli Þór. Veðurfræðingum virðist reyndar einkar lagið að bera sig vel og gera lítið úr leiðinda veðri. Landsmenn þeir sem búa á Suð-Vesturhorninu fá því ekki að orna sér við fjálglegar yfirlýsingar um að þetta sé versta sumar í manna minnum. Það þrátt fyrir að ekkert annað sé í kortunum en suddinn einn og lægðagangur: "Lengst af verður það, já. Það koma náttúrlega dagar með einhverjum götum en það er mikill lægðagangur sem kemur úr suð-vestri hér upp að landinu og þar af leiðandi rignir mest á okkur hér á Suð-Vesturlandinu." Þar hafa menn það... regnfataframleiðendur gleðjast en golfarar og grillarar gráta. Í það minnsta á Suð-Vesturhorninu. Hægt er að fylgjast nánar með veðurspánni á Veðursíðu Vísis. Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Ekki sér fyrir endann á þeirri ótíð sem verið hefur að undanförnu. Frá því var greint á Vísi í morgun að umferð til höfuðborgarinnar, þessa einu mestu ferðahelgi ársins, hefði verið óvenju lítil og er það samadóma álit lögreglumanna á Suðvesturlandi: Umferðin um helgina var mun minni en búist var við og talsvert minni en sömu helgi í fyrra. Þetta er rakið til leiðindaveðurs. Menn eru nú farnir að spyrja sig hvort ótíðin fari ekki í sögubækur? Óli Þór Árnason veðurfræðingur segir að það fari eftir því hvaðan er horft, sumarveðrinu hefur verið misskipt. Í Reykjavík var meðalhiti í júní 9,9 stig sem er 0,6 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Júní árið 2011 var þó kaldari en nú. Meðan hefur verið óvenju hlýtt á Akureyri. Þar var meðalhitinn 11,4 stig og hefur ekki verið svo hár í sextíu ár eða síðan 1953. Ótíðin stefnir ekki í sögubækur. "Í raun ekki. Þetta er meira eins og sumrin voru hér áður fyrr. Við erum bara orðin svo góðu vön eftir mjög góð síðustu þrjú til fjögur ár," segir Óli Þór. Veðurfræðingum virðist reyndar einkar lagið að bera sig vel og gera lítið úr leiðinda veðri. Landsmenn þeir sem búa á Suð-Vesturhorninu fá því ekki að orna sér við fjálglegar yfirlýsingar um að þetta sé versta sumar í manna minnum. Það þrátt fyrir að ekkert annað sé í kortunum en suddinn einn og lægðagangur: "Lengst af verður það, já. Það koma náttúrlega dagar með einhverjum götum en það er mikill lægðagangur sem kemur úr suð-vestri hér upp að landinu og þar af leiðandi rignir mest á okkur hér á Suð-Vesturlandinu." Þar hafa menn það... regnfataframleiðendur gleðjast en golfarar og grillarar gráta. Í það minnsta á Suð-Vesturhorninu. Hægt er að fylgjast nánar með veðurspánni á Veðursíðu Vísis.
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira