Innlent

Samhæfð geimveruleit

Guðsteinn Bjarnson skrifar
Lítt þekktar veraldir bíða nánari skoðunar.
Lítt þekktar veraldir bíða nánari skoðunar. Nordicphotos/AFP
Vísindamenn við ellefu breskar vísindastofnanir ætla að hefja samhæfða leit að vitsmunalífi á öðrum hnöttum. Frá þessu er skýrt á vefsíðu breska útvarpsins BBC.

Vísindamennirnir hafa sótt um eina milljón punda í styrk til verkefnisins, eða jafnvirði rétt tæplega 190 milljóna króna.

Þeir ætla að nota bæði féð til að greina gögn úr útvarpssjónaukum, sem nema útvarpsbylgjur utan úr geimnum. Einnig ætla þeir að stunda rannsóknir á þróun annarra aðferða við að leita vitsmunalífs.

Alan Penny, vísindamaður við St. Andrews háskólann í Bretlandi, segist ólmur vilja vita hvort til séu aðrar vitsmunaverur en jarðarbúar.

„Það er vel mögulegt að við séum ekki ein,” er haft eftir honum á BBC. „Og hugsaðu þér hvað það hefði í för með sér: Ef við erum ein í alheiminum, þá snýst allur tilgangur hans um okkur. Og ef við erum ekki ein, þá er það áhugavert að öðru leyti.”








Fleiri fréttir

Sjá meira


×