Fótbolti

Mkhitaryan samdi við Dortmund

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ekkert verður af því að Armeninn Henrikh Mkhitaryan komi til Liverpool þar sem hann er á leið til Dortmund í Þýskalandi.

Mkhitaryan sló í gegn með úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 25 mörk og lagði upp tíu til viðbótar í 29 leikjum.

Dortmund greiðir 24 milljónir evra fyrir kappann eða 3,9 milljarða króna en leikmaðurinn, sem gekkst undir læknisskoðun í dag, mun skrifa undir fjögurra ára samning við þýska liðið.

Mkhitaryan á að fylla skrað Mario Götze hjá Dortmund en sá síðarnefndi er nú genginn til liðs við Bayern München.

Forráðamenn Liverpool voru sagðir afar áhugasamir um armenska landsliðsmanninn sem þykir öskufljótur og með góða tækni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×