Innlent

Breytið lykilorðum ykkar

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Tilgangurinn er að tryggja að upplýsingar hakkarans  opni ekki leið að þessum svæðum.
Tilgangurinn er að tryggja að upplýsingar hakkarans opni ekki leið að þessum svæðum. Mynd/Stefán
Vodafone á Íslandi beinir því til allra sem stofnað hafa aðgang að Vodafone.is og nota þar sama lykilorð og á öðrum stöðum á netinu, til dæmis tölvupósti og samfélagsmiðlum, að breyta lykilorðum sínum.

Tilgangurinn er að tryggja að upplýsingar sem erlendur tölvuhakkari hefur komist yfir opni ekki leið að þessum svæðum.

Tölvuárás var gerð á vefsíðu Vodafone í nótt. Tyrkneskur hakkari sem kallar sig Maxney segir að honum hafi tekist að hakka sig inn í upplýsingar um 77 þúsund íslenskra viðskiptavina farsímafyrirtækisins. 

Hann segist hafa komist yfir tölvupóst, kennitölur og SMS-skeyti sem voru send á þriggja daga tímabili árið 2011. Á meðal skilaboða sem hann hefur birt á netinu eru samskipti þingmanna og ráðherra.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.