Íbúðalánasjóður fær bætur fyrir lækkun lánasafns vegna aðgerða stjórnvalda Heimir Már Pétursson skrifar 12. desember 2013 14:41 Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjoðs og Daria Zakharova, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi telur að aðgerðir stjórnvalda vegna skuldugra heimila muni hafa verulega neikvæð áhrif á stöðu Íbúðalánasjóðs. Forstjóri sjóðsins segir að honum verði bætt upp þau áhrif sem aðgerðirnar hafa. Seðlabankinn og greiningardeildir bankanna hafa undanfarna daga fullyrt að boðaðar aðgerðir til niðurfærslu lána heimilanna muni auka verðbólgu og þenslu í samfélaginu. Þá hefur legið fyrir að lækkun höfuðstóls íbúðalána muni hafa áhrif á lánasafn Íbúðalánasjóðs. Í frétt Bloombergs um þetta mál er haft eftir Dariu Zakharova sendifulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að aðgerðirnar muni auka áhættu Íbúðalánasjóðs og kalla á frekari innspítingu fjármagns frá ríkissjóði. AGS hafi séð áætlanir um að setja þurfi 40 milljarða inn í Íbúðalánasjóð á næstu fjórum árum vegna aðgerðanna, sem bætist við önnur framllög ríkissjóðs vegna eftirmála hrunsins. Sigurður Erlingsson forstjóri Íbúðalánasjoðs vill ekki tjá sig um tölulegar fullyrðingar Bloomberg en segir ekki nýtt að bæta þurfi sjóðnum minnkandi lánasafn með aðgerðum stjórnvalda. Það hafi komið fram.En hvaðaáhrif munuþessar aðgerðir hafaáÍbúðalánasjóð?„Þær hafa þau áhrif að við verðum að færa niður lán í lánasafninu annars vegar og síðan fáum við svo mótframlag frá ríkissjóði. Það er að segja fullar bætur fyrir þau lán sem við þurfum að færa niður. Þannig að nettóáhrifin eru þau að lánasafnið minnkar og við fáum fjármuni á móti því,“ segir Sigurður. Heildaráhrifin á efnahagsreikninginn séu því lítil. En burt séð frá væntanlegum aðgerðum hefur staða Íbúðalánasjóðs verið mjög erfið undanfarin ár vegna mikilla uppgreiðslna lána og óhagstæðs vaxtamunar á útlánum og innlánum sjóðsins. „Það liggur fyrir að verið er að horfa á að leggja inn 4,5 milljarða á næsta ári. Það er í sínum eðlilega farvegi. Það er vegna þess að sjóðurinn er enn að fara í gegnum um eftirköstin af hruninu,“ segir Sigurður.Það sjái fyrir endann á því áfalli sem sjóðurinn varð fyrir og menn sjái fram á að sjóðurinn nái jafnvægi. „Já, já það eru ýmis jákvæð teikn. Við höfum séð vanskil fara lækkandi og við sjáum að það er aðeins að hægja á innstreymi fullnustueigna. Þannig að það eru klárlega jákvæðar vísbendingar um að það versta sé afstaðið og það fari að birta til í þessum rekstri,“ segir Sigurður Erlingsson. Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi telur að aðgerðir stjórnvalda vegna skuldugra heimila muni hafa verulega neikvæð áhrif á stöðu Íbúðalánasjóðs. Forstjóri sjóðsins segir að honum verði bætt upp þau áhrif sem aðgerðirnar hafa. Seðlabankinn og greiningardeildir bankanna hafa undanfarna daga fullyrt að boðaðar aðgerðir til niðurfærslu lána heimilanna muni auka verðbólgu og þenslu í samfélaginu. Þá hefur legið fyrir að lækkun höfuðstóls íbúðalána muni hafa áhrif á lánasafn Íbúðalánasjóðs. Í frétt Bloombergs um þetta mál er haft eftir Dariu Zakharova sendifulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að aðgerðirnar muni auka áhættu Íbúðalánasjóðs og kalla á frekari innspítingu fjármagns frá ríkissjóði. AGS hafi séð áætlanir um að setja þurfi 40 milljarða inn í Íbúðalánasjóð á næstu fjórum árum vegna aðgerðanna, sem bætist við önnur framllög ríkissjóðs vegna eftirmála hrunsins. Sigurður Erlingsson forstjóri Íbúðalánasjoðs vill ekki tjá sig um tölulegar fullyrðingar Bloomberg en segir ekki nýtt að bæta þurfi sjóðnum minnkandi lánasafn með aðgerðum stjórnvalda. Það hafi komið fram.En hvaðaáhrif munuþessar aðgerðir hafaáÍbúðalánasjóð?„Þær hafa þau áhrif að við verðum að færa niður lán í lánasafninu annars vegar og síðan fáum við svo mótframlag frá ríkissjóði. Það er að segja fullar bætur fyrir þau lán sem við þurfum að færa niður. Þannig að nettóáhrifin eru þau að lánasafnið minnkar og við fáum fjármuni á móti því,“ segir Sigurður. Heildaráhrifin á efnahagsreikninginn séu því lítil. En burt séð frá væntanlegum aðgerðum hefur staða Íbúðalánasjóðs verið mjög erfið undanfarin ár vegna mikilla uppgreiðslna lána og óhagstæðs vaxtamunar á útlánum og innlánum sjóðsins. „Það liggur fyrir að verið er að horfa á að leggja inn 4,5 milljarða á næsta ári. Það er í sínum eðlilega farvegi. Það er vegna þess að sjóðurinn er enn að fara í gegnum um eftirköstin af hruninu,“ segir Sigurður.Það sjái fyrir endann á því áfalli sem sjóðurinn varð fyrir og menn sjái fram á að sjóðurinn nái jafnvægi. „Já, já það eru ýmis jákvæð teikn. Við höfum séð vanskil fara lækkandi og við sjáum að það er aðeins að hægja á innstreymi fullnustueigna. Þannig að það eru klárlega jákvæðar vísbendingar um að það versta sé afstaðið og það fari að birta til í þessum rekstri,“ segir Sigurður Erlingsson.
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels