Fótbolti

Alfreð með sérmerktar legghlífar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Finnbogason verður sjálfsagt með íslenska fánann undir sokkunum sínum í næstu leikjum sínum með Heerenveen í Hollandi.

Hann birti þessa mynd á Twitter-síðu sinni en hann fékk þessar sérútbúnu legghlífar hjá manni að nafni Giel Steffens.

Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður NEC Nejmegen, er einnig búinn að setja sig í samband við kappann - líklega til að fá sínar eigin sérútbúnu legghlífar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×