Slúðrið kitlar egóið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2013 08:00 Alfreð Finnbogason. NordicPhotos/Getty „AZ stóð sig vel á móti Ajax í meistarar meistaranna og því var kannski búist við sigri af þeim. En við keyrðum bara nokkuð vel yfir þá,“ segir Alfreð Finnbogason, leikmaður Heerenveen. Alfreð byrjaði tímabilið í Hollandi um helgina með látum; tvö mörk og tvær stoðsendingar í 4-2 sigri á AZ Alkmaar. Á hinum endanum skoraði Aron Jóhannsson eitt og lagði upp annað. „Ísland er bara að taka yfir í Hollandi,“ segir Alfreð léttur. Fimm Íslendingar spila í úrvalsdeildinni þar í landi en Alfreð minnir á að sex til sjö ungir leikmenn séu á mála hjá unglingaliðum líka. „Ég held því að þetta sé það sem koma skal. Íslendingar verða mikið í hollensku deildinni, sem er jákvætt. Þetta er frábær deild til að vaxa og dafna í.“ Einn ungur og efnilegur, Albert Guðmundsson úr KR, samdi við Heerenveen á dögunum og æfir með unglingaliði félagsins. „Hann getur lært heilmikið hér. Ef hann hefur sömu hæfileika og hugsun og pabbi sinn þá á hann alla möguleika á að ná langt.“ Albert er sem kunnugt er sonur Guðmundar Benediktssonar, sem lék á sínum tíma fyrir KR og Val.Mynd/NordicPhotos/GettyLangþráð sumarfrí Alfreð skrifaði undir þriggja ára samning við hollenska félagið fyrir rétt tæpu ári. Þá hafði hann raðað inn mörkum hjá Helsingborg í Svíþjóð en sænska deildin er leikin yfir sumarið. Hann var í láni hjá Helsingborg frá Lokeren í Belgíu, þar sem hann spilaði áður en sænska deildin hófst. Þegar hollenska tímabilinu lauk í maí hafði Alfreð spilað nánast sleitulaust í vel á annað ár. „Ég var hræddur þegar ég fór til Heerenveen um að það kæmi að tímapunkti þar sem ég myndi rekast á vegg og gæti ekki meira,“ segir Alfreð. Þrátt fyrir að hafa skorað 24 mörk í 31 leik með Heerenveen á leiktíðinni viðurkennir hann að hafa verið orðinn gríðarlega þreyttur undir lok tímabilsins. „Það var frekar andleg þreyta en líkamleg. Ég náði ekki sama krafti og í upphafi tímabils.“ Alfreð segist hafa fengið þriggja vikna frí eftir leiki með íslenska landsliðinu í byrjun júní og nýtt það vel. „Ég tók fyrst tvær vikurnar og gerði bókstaflega ekki neitt,“ segir Alfreð. Hann telur mikilvægt að leyfa hungrinu í fótboltann að koma aftur. Síðustu vikuna æfði hann með einkaþjálfara hér heima og sparkaði aðeins í bolta. Svo hélt hann til æfinga ytra. „Eftir sjö til tíu daga af undirbúningstímabilinu var ég kominn í toppstand,“ segir Alfreð. Þriðji markahæsti leikmaðurinn virtist heldur betur vera það gegn AZ. Enginn annar skoraði tvö mörk í 1. umferðinni og er Alfreð því markahæstur í deildinni sem stendur.Mynd/NordicPhotos/GettyNæstelstur í byrjunarliðinu Heerenveen hafnaði í áttunda sæti á síðustu leiktíð og féll úr leik í fyrstu umferð í umspili um sæti í Evrópudeildinni. Alfreð telur sína menn geta gert betur í ár. „Það er auðvitað allt í blóma núna eftir sigur í fyrsta leik en ég held að við ættum að geta náð fimmta eða sjötta sæti. Tímabilið er þó langt og hlutirnir fljótir að breytast,“ segir Alfreð. Varalið félagsins varð meistari með yfirburðum í fyrra og voru fjórir úr liðinu í byrjunarliðinu gegn AZ. „Við erum með ungt, ferskt og spennandi lið. Liðið er betra en í fyrra,“ segir Alfreð með þeim fyrirvara að liðið missi ekki leikmenn í félagaskiptaglugganum sem verður lokað í ágústlok. „Ungum og frískum strákum fylgir þó óstöðugleiki en þetta er jákvætt fyrir félagið.“ Alfreð var næstelsti leikmaðurinn í byrjunarliðinu á laugardaginn. „Ég trúði því ekki þegar mér var sagt það. Mér fannst ég vera ungur og efnilegur bara í gær,“ segir hinn 24 ára gamli leikmaður og hlær. „Það er greinilega liðin tíð. Það voru einhverjir eldri á bekknum en í byrjunarliðinu var bara annar miðvörðurinn eldri en ég.“Mynd/NordicPhotos/GettySlúðrið kitlar egóið Alfreð hefur ítrekað verið orðaður við stærri lið í Evrópu í sumar. Hann viðurkennir að vera orðinn þreyttur á að svara sömu spurningunum viku eftir viku, leik eftir leik en sér einnig jákvæðu hliðarnar. „Það kitlar alltaf egóið að vita að félög vilji kaupa mann. Það sýnir að maður sé að gera eitthvað rétt. Maður verður samt að passa sig að hugsa ekki of langt fram á við og missa sjónar á raunveruleikanum.“ Hann sé opinn fyrir því að halda annað ef það er jákvætt fyrir hann, hann eigi möguleika á að bæta sig og kostirnir séu spennandi. „Það hafa komið fjögur tilboð inn á borð sem hafa ekki verið samþykkt,“ segir Alfreð. Þar til tilboð verði samþykkt hafi það engan tilgang að velta málunum fyrir sér. „Það er tímasóun.“Mynd/NordicPhotos/GettyAron ræður sínu lífi Þrátt fyrir 4-2 tap skoraði Aron Jóhannsson sem fyrr segir annað mark AZ Alkmaar í leiknum og lagði upp hitt. Ekki ónýt byrjun hjá Íslendingnum sem kosið hefur að spila með Bandaríkjunum í framtíðinni. Alfreð segist vera í góðu sambandi við landa sinn. „Ég vissi af þessari ákvörðun hans fyrir svolitlu síðan þannig að hún kom mér ekkert á óvart. Auðvitað myndi ég vilja hafa hann í okkar hóp og spila með honum fyrir Ísland.“ Alfreð segir fólk þó þurfa að átta sig á því að ákvörðun Arons var erfið og ekki tekin á einni nóttu. „Þetta er hans ferill og hans líf. Hann ræður hvað hann gerir við það. Þar á að setja punktinn.“ Fótbolti Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira
„AZ stóð sig vel á móti Ajax í meistarar meistaranna og því var kannski búist við sigri af þeim. En við keyrðum bara nokkuð vel yfir þá,“ segir Alfreð Finnbogason, leikmaður Heerenveen. Alfreð byrjaði tímabilið í Hollandi um helgina með látum; tvö mörk og tvær stoðsendingar í 4-2 sigri á AZ Alkmaar. Á hinum endanum skoraði Aron Jóhannsson eitt og lagði upp annað. „Ísland er bara að taka yfir í Hollandi,“ segir Alfreð léttur. Fimm Íslendingar spila í úrvalsdeildinni þar í landi en Alfreð minnir á að sex til sjö ungir leikmenn séu á mála hjá unglingaliðum líka. „Ég held því að þetta sé það sem koma skal. Íslendingar verða mikið í hollensku deildinni, sem er jákvætt. Þetta er frábær deild til að vaxa og dafna í.“ Einn ungur og efnilegur, Albert Guðmundsson úr KR, samdi við Heerenveen á dögunum og æfir með unglingaliði félagsins. „Hann getur lært heilmikið hér. Ef hann hefur sömu hæfileika og hugsun og pabbi sinn þá á hann alla möguleika á að ná langt.“ Albert er sem kunnugt er sonur Guðmundar Benediktssonar, sem lék á sínum tíma fyrir KR og Val.Mynd/NordicPhotos/GettyLangþráð sumarfrí Alfreð skrifaði undir þriggja ára samning við hollenska félagið fyrir rétt tæpu ári. Þá hafði hann raðað inn mörkum hjá Helsingborg í Svíþjóð en sænska deildin er leikin yfir sumarið. Hann var í láni hjá Helsingborg frá Lokeren í Belgíu, þar sem hann spilaði áður en sænska deildin hófst. Þegar hollenska tímabilinu lauk í maí hafði Alfreð spilað nánast sleitulaust í vel á annað ár. „Ég var hræddur þegar ég fór til Heerenveen um að það kæmi að tímapunkti þar sem ég myndi rekast á vegg og gæti ekki meira,“ segir Alfreð. Þrátt fyrir að hafa skorað 24 mörk í 31 leik með Heerenveen á leiktíðinni viðurkennir hann að hafa verið orðinn gríðarlega þreyttur undir lok tímabilsins. „Það var frekar andleg þreyta en líkamleg. Ég náði ekki sama krafti og í upphafi tímabils.“ Alfreð segist hafa fengið þriggja vikna frí eftir leiki með íslenska landsliðinu í byrjun júní og nýtt það vel. „Ég tók fyrst tvær vikurnar og gerði bókstaflega ekki neitt,“ segir Alfreð. Hann telur mikilvægt að leyfa hungrinu í fótboltann að koma aftur. Síðustu vikuna æfði hann með einkaþjálfara hér heima og sparkaði aðeins í bolta. Svo hélt hann til æfinga ytra. „Eftir sjö til tíu daga af undirbúningstímabilinu var ég kominn í toppstand,“ segir Alfreð. Þriðji markahæsti leikmaðurinn virtist heldur betur vera það gegn AZ. Enginn annar skoraði tvö mörk í 1. umferðinni og er Alfreð því markahæstur í deildinni sem stendur.Mynd/NordicPhotos/GettyNæstelstur í byrjunarliðinu Heerenveen hafnaði í áttunda sæti á síðustu leiktíð og féll úr leik í fyrstu umferð í umspili um sæti í Evrópudeildinni. Alfreð telur sína menn geta gert betur í ár. „Það er auðvitað allt í blóma núna eftir sigur í fyrsta leik en ég held að við ættum að geta náð fimmta eða sjötta sæti. Tímabilið er þó langt og hlutirnir fljótir að breytast,“ segir Alfreð. Varalið félagsins varð meistari með yfirburðum í fyrra og voru fjórir úr liðinu í byrjunarliðinu gegn AZ. „Við erum með ungt, ferskt og spennandi lið. Liðið er betra en í fyrra,“ segir Alfreð með þeim fyrirvara að liðið missi ekki leikmenn í félagaskiptaglugganum sem verður lokað í ágústlok. „Ungum og frískum strákum fylgir þó óstöðugleiki en þetta er jákvætt fyrir félagið.“ Alfreð var næstelsti leikmaðurinn í byrjunarliðinu á laugardaginn. „Ég trúði því ekki þegar mér var sagt það. Mér fannst ég vera ungur og efnilegur bara í gær,“ segir hinn 24 ára gamli leikmaður og hlær. „Það er greinilega liðin tíð. Það voru einhverjir eldri á bekknum en í byrjunarliðinu var bara annar miðvörðurinn eldri en ég.“Mynd/NordicPhotos/GettySlúðrið kitlar egóið Alfreð hefur ítrekað verið orðaður við stærri lið í Evrópu í sumar. Hann viðurkennir að vera orðinn þreyttur á að svara sömu spurningunum viku eftir viku, leik eftir leik en sér einnig jákvæðu hliðarnar. „Það kitlar alltaf egóið að vita að félög vilji kaupa mann. Það sýnir að maður sé að gera eitthvað rétt. Maður verður samt að passa sig að hugsa ekki of langt fram á við og missa sjónar á raunveruleikanum.“ Hann sé opinn fyrir því að halda annað ef það er jákvætt fyrir hann, hann eigi möguleika á að bæta sig og kostirnir séu spennandi. „Það hafa komið fjögur tilboð inn á borð sem hafa ekki verið samþykkt,“ segir Alfreð. Þar til tilboð verði samþykkt hafi það engan tilgang að velta málunum fyrir sér. „Það er tímasóun.“Mynd/NordicPhotos/GettyAron ræður sínu lífi Þrátt fyrir 4-2 tap skoraði Aron Jóhannsson sem fyrr segir annað mark AZ Alkmaar í leiknum og lagði upp hitt. Ekki ónýt byrjun hjá Íslendingnum sem kosið hefur að spila með Bandaríkjunum í framtíðinni. Alfreð segist vera í góðu sambandi við landa sinn. „Ég vissi af þessari ákvörðun hans fyrir svolitlu síðan þannig að hún kom mér ekkert á óvart. Auðvitað myndi ég vilja hafa hann í okkar hóp og spila með honum fyrir Ísland.“ Alfreð segir fólk þó þurfa að átta sig á því að ákvörðun Arons var erfið og ekki tekin á einni nóttu. „Þetta er hans ferill og hans líf. Hann ræður hvað hann gerir við það. Þar á að setja punktinn.“
Fótbolti Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira