Enski boltinn

Neikvæðnin hjálpar ekki liðinu

Obi Mikel ásamt Benitez.
Obi Mikel ásamt Benitez.
John Obi Mikel, miðjumaður Chelsea, hefur staðfest það sem menn hafa talað um lengi. Öll neikvæðnin hjá stuðningsmönnum félagsins í garð stjórans, Rafa Benitez, hefur neikvæð áhrif á leikmenn félagsins.

Stuðningsmenn félagsins hafa ekki tekið sér frídag í mótmælum sínum gegn Benitez. Þeir virðast hreinlega hata hann og bíða þess dags er hann hverfur á braut.

Mótmæli stuðningsmannanna hafa oftar en ekki verið á kostnað stuðnings við liðið og það hefur skapað sérstaka stemningu á leikjum liðsins.

"Það hjálpar ekki þegar stuðningsmennirnir eru neikvæðir. Þeir koma á völlinn til þess að horfa á fótbolta og það er okkar skylda að greiða þeim til baka. Við reynum það í öllum leikjum. Stundum tekst það og stundum ekki," sagði Nígeríumaðurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×