Enski boltinn

Shilton gripinn drukkinn undir stýri

Peter Shilton á HM 1990..
Peter Shilton á HM 1990..
Markvarðargoðsögnin Peter Shilton er í ekkert sérstökum málum. Þessi 63 ára gamli kappi var tekinn ölvaður undir stýri. Hann þarf að mæta fyrir rétt síðar í mánuðinum vegna málsins.

Shilton er landsleikjahæsti leikmaður í sögu Englands en hann lék 125 landsleiki á sínum tíma sem þá var heimsmet. Landsliðsferilinn hófst árið 1971 og lauk árið 1990.

Shilton lék einnig yfir 1.000 leiki á sínum ferli rétt eins og Ryan Giggs. Hann spilaði með ellefu félögum og þar á meðal Nott. Forest, Derby og Southampton.

Shilton var í marki enska landsliðsins er Diego Maradona skoraði frægasta mark sögunnar með hendi Guðs. Það mark má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×