Enski boltinn

Reading búið að reka stjórann sinn

Brian McDermott.
Brian McDermott.
Það hefur lítið gengið hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Reading í vetur. Í dag ákvað félagið að reka stjóra félagsins, Brian McDermott.

Hinn 51 árs gamli McDermott kom Reading upp í úrvalsdeildina á siðustu leiktíð.

Liðið hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni. Er í næstneðsta sæti og fjórum stigum frá öruggu sæti.

Ekki er búið að ráða í starfið en Reading hefur þegar hafið leitina að arftaka McDermott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×