Lífið

Skírðu drenginn Axl

Stjörnuhjónin Fergie og Josh Duhamel eignuðust sitt fyrsta barn saman á fimmtudaginn, lítinn dreng sem hefur hlotið nafnið Axl Jack Duhamel.

Fergie og Josh hafa verið gift síðan árið 2009 en Josh var gestur Jay Leno tveimur dögum áður en litli Axl kom í heiminn. Þá sagðist hann kvíða örlítið fyrir þessum breytingum.

Nýbakaðir foreldrar.
“Ég verð að segja þér að ég er pínulítið stressaður. Ég hélt að ég myndi vera rólegur. Ég hélt að ég væri tilbúinn en ég er dauðhræddur. Ég er spenntur og dauðhræddur því ég ber ábyrgð á þessu litla barni. Að eilífu.”

Ljómaði á meðgöngunni.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.