Erlent

Sex þingmenn ákærðir fyrir nauðganir

GB skrifar
Þúsundir kvenna komu saman til að minnast fórnarlambs hópnauðgunarinnar. 
nordicphotos/AFP
Þúsundir kvenna komu saman til að minnast fórnarlambs hópnauðgunarinnar. nordicphotos/AFP
Sex indverskir ríkisþingmenn hafa verið ákærðir fyrir nauðganir. Tveir þingmenn á landsþinginu til viðbótar sæta ákærum fyrir árásir á konur, sem þó fela ekki í sér nauðgun.

Indverskur dómstóll tekur í dag afstöðu til þess hvort þessir þingmenn missa þinghelgina.

Þá er lögreglan á Indlandi að ljúka undirbúningi ákæru á hendur sex mönnum, sem grunaðir eru um hópnauðgun og morð í strætisvagni í höfuðborginni Nýju-Delí fyrir hálfum mánuði.

Þrjátíu vitni að árásinni hafa fundist sem kölluð verða fyrir dómara.

Málið vakti hörð viðbrögð á Indlandi og háværar kröfur hafa í framhaldinu komið fram um að löggjöf verði hert og lögregla taki fastar á kynferðisbrotamálum. Jafnframt hafa komið fram kröfur um að róttækar breytingar verði á viðhorfi til kvenna á Indlandi.

Nokkur þúsund konur komu saman í gær við minnismerki um Mahatma Gandhi í höfuðborginni, þar sem þær héldu þögul mótmæli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×