Verða að virða útivistartíma íslenskra kúa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. júlí 2013 21:35 Allar mjólkurkýr landsins eiga rétt á að vera á því að vera úti á beit að minnsta kosti tvo mánuði yfir sumartímann. Langflestir kúabændur virða þennan rétt og eru með kýrnar mun lengur úti yfir sumartímann. Sumir virða ekki rétt gripanna og setja kýrnar jafnvel ekkert út yfir sumartímann. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun voru níu kúabændur kærðir og nokkrir þeirra hlutu dóm árið 2011 fyrir að láta kýrnar ekki út. Nokkur misbrestur var á þessu síðasta sumar og aftur nú í sumar. Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, þekkir vel til málsins. „Það nægir ekki að hleypa þeim bara út úr fjósi, heldur þurfa þær að ganga á beit. Þetta eru grasbítar og þær eru lengi inni yfir veturinn,“ útskýrir Ólafur. „Það er ekki of lengi þó þær séu úti að minnsta kosti í tvo mánuði. En nú er það orðið alveg skýrt í lögum frá því í vor að nýju dýraverndunarlögin voru samþykkt, að nú er það skylda að mjólkurkýr gangi út til sumarbeitar,“ segir Ólafur. Ólafur segist vona að það verði aldrei til svo stór kúabú á íslandi eða verksmiðjubú þar sem kúm er aldrei hleypt út úr fjósi, það sé veruleiki sem við viljum ekki horfast við. „Það er ekki björt framtíð að byggja upp kúabú með þúsundum kúa. Ef þeir geta beitt kúnum út á sumrin, vil ég meina að frá sjónarhóli dýraverndunar, ætti það að vera í lagi,“ segir Ólafur að lokum. „Það er vitað mál að það er hægt að ná mjög góðri nyt, og heilsufarið á líka að geta verið mjög gott ef þær ganga úti, en frá sjónarhóli dýraverndunar og neytendur líta til þess er það jákvætt fyrir ímynd mjólkuruframleiðslu að kýrnar fái að njóta sumarbeitar,“ segir Ólafur að lokum. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Allar mjólkurkýr landsins eiga rétt á að vera á því að vera úti á beit að minnsta kosti tvo mánuði yfir sumartímann. Langflestir kúabændur virða þennan rétt og eru með kýrnar mun lengur úti yfir sumartímann. Sumir virða ekki rétt gripanna og setja kýrnar jafnvel ekkert út yfir sumartímann. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun voru níu kúabændur kærðir og nokkrir þeirra hlutu dóm árið 2011 fyrir að láta kýrnar ekki út. Nokkur misbrestur var á þessu síðasta sumar og aftur nú í sumar. Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, þekkir vel til málsins. „Það nægir ekki að hleypa þeim bara út úr fjósi, heldur þurfa þær að ganga á beit. Þetta eru grasbítar og þær eru lengi inni yfir veturinn,“ útskýrir Ólafur. „Það er ekki of lengi þó þær séu úti að minnsta kosti í tvo mánuði. En nú er það orðið alveg skýrt í lögum frá því í vor að nýju dýraverndunarlögin voru samþykkt, að nú er það skylda að mjólkurkýr gangi út til sumarbeitar,“ segir Ólafur. Ólafur segist vona að það verði aldrei til svo stór kúabú á íslandi eða verksmiðjubú þar sem kúm er aldrei hleypt út úr fjósi, það sé veruleiki sem við viljum ekki horfast við. „Það er ekki björt framtíð að byggja upp kúabú með þúsundum kúa. Ef þeir geta beitt kúnum út á sumrin, vil ég meina að frá sjónarhóli dýraverndunar, ætti það að vera í lagi,“ segir Ólafur að lokum. „Það er vitað mál að það er hægt að ná mjög góðri nyt, og heilsufarið á líka að geta verið mjög gott ef þær ganga úti, en frá sjónarhóli dýraverndunar og neytendur líta til þess er það jákvætt fyrir ímynd mjólkuruframleiðslu að kýrnar fái að njóta sumarbeitar,“ segir Ólafur að lokum.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira