Innlent

Ótrúlegir brimbrettakappar við Íslandsstrendur

KH skrifar
Brimbrettakapparnir sýndu listir sínar við Íslandsstrendur.
Brimbrettakapparnir sýndu listir sínar við Íslandsstrendur.

Nokkrir af bestu brimbrettaköppum heims sýndu fimi sína þegar þeir heimsóttu Ísland heim í maí síðastliðnum. Heimsókn þeirra var liður í Nixon-brimbrettaáskoruninni.

Félagarnir eyddu viku í að sörfa í kringum landið og festu herlegheitin á filmu. Frakkinn Vincent Duvignac þótti standa upp úr í samanlagðri keppni en hann þótti sýna óbilandi dugnað við brimbrettareiðina í ísköldum sjónum. Ástralinn Chippa Wilson þótt sýna besta trikkið.

Glæsilegt myndband af brimbrettaköppunum við Íslandsstrendur má sjá hér fyrir neðan.

NIXON SURF CHALLENGE 2013 | EVENT RECAP from NIXON Europe on Vimeo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×