Enski boltinn

Jovetic spenntastur fyrir Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stevan Jovetic.
Stevan Jovetic. Mynd/AFP
Stevan Jovetic, framherji ítalska liðsins Fiorentina og Svartfjallalands, verður í sviðsljósinu í kvöld þegar Svartfellingar taka á móti Englandi í undankeppni HM 2014.

Mörg stórlið í Evrópu hafa sýnt þessum 23 ára gamla strák áhuga en hann sjálfur vill helst komast að hjá Arsene Wenger hjá Arsenal.

„Ég hef heyrt af áhuga Arsenal. Það er stórt félag með mikla hefð og ég er mjög ánægður með að ég sá á radarnum hjá þeim," sagði Stevan Jovetic við The Sun.

„Það er ekki auðvelt að fylla skarð [Robin] van Persie sem skoraði mikið af mörkum. Arsenal er samt með fullt af flottum leikmönnum þótt þeir skori ekki eins mikið og van Persie," sagði Jovetic.

Stevan Jovetic hefur skorað 12 mörk í 24 deildarleikjum með Fiorentina á þessu tímabili og er kominn með 10 mörk í 24 landsleikjum fyrir Svartfjallaland.

„Kannski mun ég spila með Arsenal einn daginn en ég er núna með samning við Fiorentina og það eina sem ég er að hugsa um er að koma Fiorentina í Meistaradeildina á næsta ári," sagði Jovetic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×