Fótbolti

Hollendingar komnir hálfa leið til Brasilíu | Úrslit kvöldsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robin van Persie skoraði tvö fyrir Hollendinga í kvöld.
Robin van Persie skoraði tvö fyrir Hollendinga í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Holland er komið með sjö stiga forystu á toppi D-riðils eftir 4-0 sigur Rúmeníu í kvöld. Liðið er með fullt hús stiga eftir sex leiki og virðist svo gott sem búið að tryggja sér sigur í riðlinum.

Hollendingar juku forystu sína í kvöld þar sem að Tyrkland og Ungverjaland gerðu jafntefli, 1-1, á sama tíma.

Belgía og Króatía unnu bæði leiki sína í A-riðli og eru með örugga forystu á toppi riðilsins. Liðin eru bæði með sextán stig og stefnir í spennandi lokabaráttu um efsta sæti riðilsins.

Þjóðverjar eru með fimm stiga forystu í C-riðli eftir 4-1 skyldusigur á Kasakstan í kvöld. Írland gerði jafntefli við Austurríki í sama riðli, 2-2, en David Alaba skoraði jöfnunarmark síðarnefnda liðsins í uppbótartíma.

Bæði lið eru með sjö stig og keppa við Svía, sem eru með átta stig, um annað sæti riðilsins.

Í F-riðli hafði Portúgal betur gegn Aserbaídsjan á útivelli, 2-0, en liðið er einu stigi á eftir Rússlandi sem er í efsta sæti með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Portúgal hefur þó spilað sex leiki til þessa í undankeppninni.

Hér má lesa um aðra riðla: B-riðill, H-riðill og I-riðill.

Úrslit leikja kvöldsins má sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×