Fótbolti

Eiður Smári hafði betur gegn félagi föður síns

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður þegar að lið hans, Club Brugge, hafði betur gegn Anderlecht í belgísku úrvalsdeildinni.

Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs Smára, lék með Anderlecht frá 1983 til 1990 og er í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins enn þann daginn í dag.

Maxime Lestienne kom Club Brugge í 2-0 forystu en Massimo Bruno minnkaði muninn fyrir gestina á 65. mínútu. Anderlecht fékk svo vítaspyrnu í uppbótartíma en Dieumerci Mbokani lét verja frá sér.

Þetta eru frábær úrslit fyrir Ólaf Inga Skúlason og félaga í Zulte Waregem en liðið er með eins stigs forystu á Anderlecht á toppi deildarinnar auk þess að eiga leik til góða.

Club Brugge komst upp í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum í dag og er með 37 stig. Zulte Waregem er með 40 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×